Innlent

150 skjálftar við Reykjanestá

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjálftakort Veðurstofunnar en skjálftar yfir þremur eru merktir með grænni stjörnu.
Skjálftakort Veðurstofunnar en skjálftar yfir þremur eru merktir með grænni stjörnu.

Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar.

Hafa um 150 skjálftar mælst á svæðinu í dag að því er segir á vef Veðurstofunnar en síðan klukkan 16:30 höfðu fjórir skjálftar mælst sem voru stærri en þrír. Sá stærsti var 3,4 að stærð og varð klukkan 16:49. Eru skjálftarnir staðsettir um einn kílómetra norður af Sýrfelli.

„Um 150 skjálftar hafa mælst þar í dag og eru þeir þá orðnir um 1000 á svæðinu síðan 15. febrúar, langflestir þeirra undir 2,0 að stærð. Árið 2013 var hrina á svipuðum slóðum en þá voru fleiri stærri skjálftar og var sá stærsti M5,2 að stærð.

Veðurstofan varar við hellaskoðun við Eldvörpin á Reykjanesskaganum. Gasmælingar þar að undanförnu hafa sýnt lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisskort í helli við bílastæði þaðan sem eru vinsælar gönguleiðir.

Virkni við Grindavík

Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni við Þorbjörn að undanförnu. Ekkert landris mælist lengur og líklegasta skýringin sé að kvikuinnflæði sé lokið í bili. Óvissustig almannavarna er enn í gildi,“ segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×