Lífið

Bjór og bíó á hátíðarforsýningu Síðustu veiðiferðarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil stemning í Laugarásbíó.
Mikil stemning í Laugarásbíó.

Kvikmyndinni Síðasta veiðiferðin var frumsýnd í Laugarásbíó á þriðjudagskvöldið og mættu ótal margir á sýninguna og var stemningin mikil.

Um er að ræða nýja íslenska gamanmynd með Halldóri Gylfasyni, Hilmi Snæ Guðnasyni, Hjálmari Hjálmarssyni, Jóhanni Sigurðarsyni, Þorsteini Bachmann og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum.

Vinahópur fer í sinn árlega veiðitúr. Í þetta skiptið á að taka veiðina alvarlega, slaka á í ruglinu og njóta náttúrunnar. Það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og brátt þróast mál þannig að allt fer á versta veg - hratt og örugglega.

Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 6. mars 2020 en hér að neðan má myndaveislu frá hátíðarforsýningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×