Lífið

Útför Ragga Bjarna fór fram í kyrrþey eins og hann hafði óskað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Útför Ragnars Bjarnasonar var í hádeginu í dag.
Útför Ragnars Bjarnasonar var í hádeginu í dag.

Útför Ragnars Bjarnasonar fór fram í kyrrþey í Háteigskirkju í hádeginu í dag. Ragnar var 85 ára þegar hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. febrúar og var hann einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. Fréttablaðið greinir frá.

Ragnar hafði sjálfur beðið um að útför hans færi fram í kyrrþey og voru því aðeins hans nánustu aðstandendur viðstaddir. Bálför fer fram í Fossvogskirkju.

Það var séra Pálmi Matthíasson sá um athöfnina og var meðal annars forseti Íslands viðstaddur.

Ragnar lætur eftir sig eiginkonu sína Helle Birthe Bjarnason. Börn Ragnars eru Bjarni Ómar Ragnarsson, Kristjana Ragnarsdóttir og Henry Lárus Ragnarsson.


Tengdar fréttir

Ragnar Bjarnason látinn

Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga.

Íslendingar kveðja Ragga Bjarna

Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×