Innanlandssmitin orðin fjögur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2020 18:30 45 tilfelli kórónuveiru hafa greinst hér á landi. Fjögur hinna smituðu hafa smitast hér á landi. Vísir/Vilhelm Innanlandssmit kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 eru orðin fjögur hér á landi. Staðfest smittilfelli eru því nú 45, en fyrr í dag var greint frá því að tvö tilfelli hefðu smitast innanlands. Nú hafa tvö smit bæst við. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu nú rétt í þessu. Fyrr í dag var tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir segir að þetta komi þó ekki til með að hafa áhrif á almenning. Neyðarstigið lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfi að herða eigið skipulag. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Í samtali við fréttastofu segir Víðir að einstaklingarnir sem um ræðir tengist allir fólki sem hafi verið erlendis á skíðasvæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæði. Smitrakningin leiði því án nokkurs vafa þangað. Hann segist telja með vissu að fleiri innanlandssmit muni koma upp hér á landi. „Það er alveg klárt að við eigum eftir að fá fleiri svona tilfelli. Þetta eru bara fyrstu skrefin í löngu ferðalagi í þessum faraldri,“ segir Víðir. Alma Möller landlæknir sagði á blaðamannafundi í dag að mikil óvissa ríkti um það sem fram undan er. „Við fáum fregnir frá Ítalíu þar sem tæplega fjögur þúsund eru smitaðir og tæplega 150 látnir. Það endurspeglar alvarleika þessa faraldurs og hvað þær eru mikilvægar, þær aðgerðir sem nú eru í gangi.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði sömuleiðis að ef ekkert yrði að gert myndi veiran breiðast víða út. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að vernda þá hópa sem verst gætu farið út úr því að fá veiruna, en það eru einna helst þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgarar. Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að innanlandssmit væru þrjú. Niðurstöður fleiri sýna haf nú bæst við. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Innanlandssmit kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 eru orðin fjögur hér á landi. Staðfest smittilfelli eru því nú 45, en fyrr í dag var greint frá því að tvö tilfelli hefðu smitast innanlands. Nú hafa tvö smit bæst við. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu nú rétt í þessu. Fyrr í dag var tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir segir að þetta komi þó ekki til með að hafa áhrif á almenning. Neyðarstigið lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfi að herða eigið skipulag. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Í samtali við fréttastofu segir Víðir að einstaklingarnir sem um ræðir tengist allir fólki sem hafi verið erlendis á skíðasvæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæði. Smitrakningin leiði því án nokkurs vafa þangað. Hann segist telja með vissu að fleiri innanlandssmit muni koma upp hér á landi. „Það er alveg klárt að við eigum eftir að fá fleiri svona tilfelli. Þetta eru bara fyrstu skrefin í löngu ferðalagi í þessum faraldri,“ segir Víðir. Alma Möller landlæknir sagði á blaðamannafundi í dag að mikil óvissa ríkti um það sem fram undan er. „Við fáum fregnir frá Ítalíu þar sem tæplega fjögur þúsund eru smitaðir og tæplega 150 látnir. Það endurspeglar alvarleika þessa faraldurs og hvað þær eru mikilvægar, þær aðgerðir sem nú eru í gangi.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði sömuleiðis að ef ekkert yrði að gert myndi veiran breiðast víða út. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að vernda þá hópa sem verst gætu farið út úr því að fá veiruna, en það eru einna helst þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgarar. Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að innanlandssmit væru þrjú. Niðurstöður fleiri sýna haf nú bæst við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira