„Eins og að fara í bardaga með byssu en engum kúlum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. febrúar 2020 08:30 Mourinho klappar leikmönnum sínum á bakið eftir leikinn í gær. vísir/getty Jose Mourinho, stjóri Tottenham, lét allt flakka eftir að lærisveinar hans töpuðu 1-0 fyrir Leipzig á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Leipzig var mun sterkari aðilinn, þá sér í lagi í fyrri hálfleik, en Tottenham var heppið að vera bara 1-0 undir í hálfleik. Fyrsta spurning fréttamanns BT Sport eftir leikinn snérist um hvort að áhorfendur hafi fengið að sjá hið alvöru „Spurs“ eftir skiptingar Mourinho í síðari hálfleik. „Hvað ertu að meina með alvöru „Spurs“? Láttu ekki svona, verum hreinskilnir við strákanna og segjum þeim að þeir gerðu allt sem þeir gátu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. „Veistu hvað Lamela náði mörgum æfingum fyrir leikinn? Engri. Kom úr meiðslum í meðhöndlun með sjúkraþjálfaranum og í 20 mínútur í Meistaradeildinni.“ Portúgalinn segir að liðið sakni greinilega og eðlilega, þeirra Harry Keane og Son Heung-min. „Þú verður að sjá hvernig við erum á þessu augnabliki. Þetta er eins og að fara í bardaga með byssu með engum kúlum. Þú getur sagt að við vorum heppnir en markvörðurinn varði tvisvar frábærlega.“ "It's like to go to a fight with a gun without bullets. We did all we could do." Jose Mourinho on Tottenham's display this evening and injuries amongst the squad...@DesKellyBTSpic.twitter.com/o5rkdMFFDt— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2020 „Ég er ekki áhyggjufullur eftir 1-0. Við getum farið þangað og unnið. Það sem veldur mér áhyggjum er að þetta eru leikmennirnir mínir í næstu mörgum leikjum.“ „Moura var algjörlega dauður, Bergwijn var algjörlega dauður, Lo Celso var algjörlega dauður. Við erum í vandræðum. Ef það væri bara þessi leikur myndi ég segja að það væru engin vandamál en við erum í enska bikarnum og deildinni líka.“ Erik Lamela og Tanguy Ndombele komu með mikinn kraft inn í Tottenham-liðið í síðari hálfleik. Mourinho segir að það hafi þó ekki verið möguleiki fyrir þá að byrja leikinn. „Ekki segja mér að Lamela og Ndombele hafi getað byrjað leikinn því þeir hefðu ekki getað það.“ Að lokum skaut Portúgalinn föstum skotum að fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann kom frá BT Sport en leik Chelsea og Tottenham á laugardaginn var flýtt til klukkan 12.30 að beiðni BT Sport. Klippa: Tottenham - Leipzig 0-1 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hetja Leipzig talaði vel um Liverpool eftir leikinn Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 20. febrúar 2020 08:00 Mótmæltu háu miðverði með því að kasta klósettpappír inn á völlinn | Myndband Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 20. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, lét allt flakka eftir að lærisveinar hans töpuðu 1-0 fyrir Leipzig á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Leipzig var mun sterkari aðilinn, þá sér í lagi í fyrri hálfleik, en Tottenham var heppið að vera bara 1-0 undir í hálfleik. Fyrsta spurning fréttamanns BT Sport eftir leikinn snérist um hvort að áhorfendur hafi fengið að sjá hið alvöru „Spurs“ eftir skiptingar Mourinho í síðari hálfleik. „Hvað ertu að meina með alvöru „Spurs“? Láttu ekki svona, verum hreinskilnir við strákanna og segjum þeim að þeir gerðu allt sem þeir gátu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. „Veistu hvað Lamela náði mörgum æfingum fyrir leikinn? Engri. Kom úr meiðslum í meðhöndlun með sjúkraþjálfaranum og í 20 mínútur í Meistaradeildinni.“ Portúgalinn segir að liðið sakni greinilega og eðlilega, þeirra Harry Keane og Son Heung-min. „Þú verður að sjá hvernig við erum á þessu augnabliki. Þetta er eins og að fara í bardaga með byssu með engum kúlum. Þú getur sagt að við vorum heppnir en markvörðurinn varði tvisvar frábærlega.“ "It's like to go to a fight with a gun without bullets. We did all we could do." Jose Mourinho on Tottenham's display this evening and injuries amongst the squad...@DesKellyBTSpic.twitter.com/o5rkdMFFDt— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2020 „Ég er ekki áhyggjufullur eftir 1-0. Við getum farið þangað og unnið. Það sem veldur mér áhyggjum er að þetta eru leikmennirnir mínir í næstu mörgum leikjum.“ „Moura var algjörlega dauður, Bergwijn var algjörlega dauður, Lo Celso var algjörlega dauður. Við erum í vandræðum. Ef það væri bara þessi leikur myndi ég segja að það væru engin vandamál en við erum í enska bikarnum og deildinni líka.“ Erik Lamela og Tanguy Ndombele komu með mikinn kraft inn í Tottenham-liðið í síðari hálfleik. Mourinho segir að það hafi þó ekki verið möguleiki fyrir þá að byrja leikinn. „Ekki segja mér að Lamela og Ndombele hafi getað byrjað leikinn því þeir hefðu ekki getað það.“ Að lokum skaut Portúgalinn föstum skotum að fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann kom frá BT Sport en leik Chelsea og Tottenham á laugardaginn var flýtt til klukkan 12.30 að beiðni BT Sport. Klippa: Tottenham - Leipzig 0-1
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hetja Leipzig talaði vel um Liverpool eftir leikinn Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 20. febrúar 2020 08:00 Mótmæltu háu miðverði með því að kasta klósettpappír inn á völlinn | Myndband Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 20. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira
Hetja Leipzig talaði vel um Liverpool eftir leikinn Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 20. febrúar 2020 08:00
Mótmæltu háu miðverði með því að kasta klósettpappír inn á völlinn | Myndband Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 20. febrúar 2020 07:30