„Eins og að fara í bardaga með byssu en engum kúlum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. febrúar 2020 08:30 Mourinho klappar leikmönnum sínum á bakið eftir leikinn í gær. vísir/getty Jose Mourinho, stjóri Tottenham, lét allt flakka eftir að lærisveinar hans töpuðu 1-0 fyrir Leipzig á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Leipzig var mun sterkari aðilinn, þá sér í lagi í fyrri hálfleik, en Tottenham var heppið að vera bara 1-0 undir í hálfleik. Fyrsta spurning fréttamanns BT Sport eftir leikinn snérist um hvort að áhorfendur hafi fengið að sjá hið alvöru „Spurs“ eftir skiptingar Mourinho í síðari hálfleik. „Hvað ertu að meina með alvöru „Spurs“? Láttu ekki svona, verum hreinskilnir við strákanna og segjum þeim að þeir gerðu allt sem þeir gátu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. „Veistu hvað Lamela náði mörgum æfingum fyrir leikinn? Engri. Kom úr meiðslum í meðhöndlun með sjúkraþjálfaranum og í 20 mínútur í Meistaradeildinni.“ Portúgalinn segir að liðið sakni greinilega og eðlilega, þeirra Harry Keane og Son Heung-min. „Þú verður að sjá hvernig við erum á þessu augnabliki. Þetta er eins og að fara í bardaga með byssu með engum kúlum. Þú getur sagt að við vorum heppnir en markvörðurinn varði tvisvar frábærlega.“ "It's like to go to a fight with a gun without bullets. We did all we could do." Jose Mourinho on Tottenham's display this evening and injuries amongst the squad...@DesKellyBTSpic.twitter.com/o5rkdMFFDt— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2020 „Ég er ekki áhyggjufullur eftir 1-0. Við getum farið þangað og unnið. Það sem veldur mér áhyggjum er að þetta eru leikmennirnir mínir í næstu mörgum leikjum.“ „Moura var algjörlega dauður, Bergwijn var algjörlega dauður, Lo Celso var algjörlega dauður. Við erum í vandræðum. Ef það væri bara þessi leikur myndi ég segja að það væru engin vandamál en við erum í enska bikarnum og deildinni líka.“ Erik Lamela og Tanguy Ndombele komu með mikinn kraft inn í Tottenham-liðið í síðari hálfleik. Mourinho segir að það hafi þó ekki verið möguleiki fyrir þá að byrja leikinn. „Ekki segja mér að Lamela og Ndombele hafi getað byrjað leikinn því þeir hefðu ekki getað það.“ Að lokum skaut Portúgalinn föstum skotum að fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann kom frá BT Sport en leik Chelsea og Tottenham á laugardaginn var flýtt til klukkan 12.30 að beiðni BT Sport. Klippa: Tottenham - Leipzig 0-1 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hetja Leipzig talaði vel um Liverpool eftir leikinn Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 20. febrúar 2020 08:00 Mótmæltu háu miðverði með því að kasta klósettpappír inn á völlinn | Myndband Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 20. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Fleiri fréttir Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, lét allt flakka eftir að lærisveinar hans töpuðu 1-0 fyrir Leipzig á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Leipzig var mun sterkari aðilinn, þá sér í lagi í fyrri hálfleik, en Tottenham var heppið að vera bara 1-0 undir í hálfleik. Fyrsta spurning fréttamanns BT Sport eftir leikinn snérist um hvort að áhorfendur hafi fengið að sjá hið alvöru „Spurs“ eftir skiptingar Mourinho í síðari hálfleik. „Hvað ertu að meina með alvöru „Spurs“? Láttu ekki svona, verum hreinskilnir við strákanna og segjum þeim að þeir gerðu allt sem þeir gátu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. „Veistu hvað Lamela náði mörgum æfingum fyrir leikinn? Engri. Kom úr meiðslum í meðhöndlun með sjúkraþjálfaranum og í 20 mínútur í Meistaradeildinni.“ Portúgalinn segir að liðið sakni greinilega og eðlilega, þeirra Harry Keane og Son Heung-min. „Þú verður að sjá hvernig við erum á þessu augnabliki. Þetta er eins og að fara í bardaga með byssu með engum kúlum. Þú getur sagt að við vorum heppnir en markvörðurinn varði tvisvar frábærlega.“ "It's like to go to a fight with a gun without bullets. We did all we could do." Jose Mourinho on Tottenham's display this evening and injuries amongst the squad...@DesKellyBTSpic.twitter.com/o5rkdMFFDt— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2020 „Ég er ekki áhyggjufullur eftir 1-0. Við getum farið þangað og unnið. Það sem veldur mér áhyggjum er að þetta eru leikmennirnir mínir í næstu mörgum leikjum.“ „Moura var algjörlega dauður, Bergwijn var algjörlega dauður, Lo Celso var algjörlega dauður. Við erum í vandræðum. Ef það væri bara þessi leikur myndi ég segja að það væru engin vandamál en við erum í enska bikarnum og deildinni líka.“ Erik Lamela og Tanguy Ndombele komu með mikinn kraft inn í Tottenham-liðið í síðari hálfleik. Mourinho segir að það hafi þó ekki verið möguleiki fyrir þá að byrja leikinn. „Ekki segja mér að Lamela og Ndombele hafi getað byrjað leikinn því þeir hefðu ekki getað það.“ Að lokum skaut Portúgalinn föstum skotum að fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann kom frá BT Sport en leik Chelsea og Tottenham á laugardaginn var flýtt til klukkan 12.30 að beiðni BT Sport. Klippa: Tottenham - Leipzig 0-1
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hetja Leipzig talaði vel um Liverpool eftir leikinn Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 20. febrúar 2020 08:00 Mótmæltu háu miðverði með því að kasta klósettpappír inn á völlinn | Myndband Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 20. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Fleiri fréttir Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira
Hetja Leipzig talaði vel um Liverpool eftir leikinn Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 20. febrúar 2020 08:00
Mótmæltu háu miðverði með því að kasta klósettpappír inn á völlinn | Myndband Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 20. febrúar 2020 07:30