Enska augnablikið: AGUERO!! Valur Páll Eiríksson skrifar 14. ágúst 2025 08:00 Mark Aguero sem tryggði titilinn markaði upphaf City-liðsins sem við þekkjum í dag samkvæmt Arnari. Vísir/Getty Enski boltinn fer að rúlla á Sýn Sport á morgun. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson átti erfitt með að velja en frægt sigurmark Sergio Aguero varð fyrir valinu. „Það eru nokkur auðvitað eftirminnileg augnablikin,“ segir Arnar og listar upp nokkur: Fyrsti titill Manchester United í ansi mörg ár, árið 1993. Cantona á Selhurst Park og “when the seagulls follows the trawler” blaðamannafundurinn í kjölfarið. Wenger kemur inn 1997 og breytir deildinni. 99' - Þrennan hjá Manchester United. 2004 - Arsenal Invincibles - fer ósigrað í gegnum mótið. 2005 - José Mourinho, The Special One, kemur með stormi til Bretlands. 2008 - Tímabilið sem Ronaldo verður að markamaskínu, sem virðist engan endi ætla að taka. Ekkert þessara stóru augnablika varð þó fyrir valinu hjá Arnari. Honum rennur seint úr minni sigurmark Sergio Aguero gegn QPR í uppbótartíma vorið 2012 sem tryggði Manchester City fyrsta enska meistaratitilinn á dramatískan hátt í lokaumferð deildarinnar. City hafði verið undir á 89. mínútu en jöfnunarmark Edin Dzeko á þeirri nítugustu og magnað mark Argentínumannsins veittu liðinu titilinn á kostnað Manchester United sem hafði gert sitt og unnið Sunderland í norðrinu. Klippa: Enska augnablikið: Sigurmark Aguero fyrir titlinum „En ég ætla að velja mark Sergio Aguero því það var ekki aðeins skorað á dramatískan hátt á sama tima og United var nánast byrjað að fagna í Sunderland heldur markaði þetta upphaf Manchester City og kynnti þá til leiks sem dóminerandi afl i enskum fótbolta.“ „Ég tengi svo við þetta sem þjálfari að vera með lið sem er að keppa við stóru strákana sem gera allt til þess að halda þér niðri. Þú þarft eitt augnablik til að sýna að þú sért mættur á stóra sviðið til að ekki bara vera með - heldur til að taka við,“ segir Arnar sem þekkir til þess sem þjálfari Víkings, lið sem var í neðri hluta deildarinanr þegar hann tók við þjálfun þess fyrir sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Víkingur bikarmeistari fjórum sinnum og Íslandsmeistari tvisvar. „Koma Guardiola 2017 breytti síðan öllum enskum fótbolta til eilífðar. Ekki bara fótboltinn heldur áhrif hans út í þjálfarasamfélagið. Mest stúderaði þjálfari sögunnar, epísk samkeppni við Klopp. Og núna eru fyrrverandi aðstoðarmenn hans að gera góða hluti, líkt og Mikel Arteta og Enzo Maresca.“ Sigurmark Aguero frá 2012 má sjá í spilaranum. Arnar verður sérfræðingur í setti í þáttagerð Sýnar Sport í kringum enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. 13. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
„Það eru nokkur auðvitað eftirminnileg augnablikin,“ segir Arnar og listar upp nokkur: Fyrsti titill Manchester United í ansi mörg ár, árið 1993. Cantona á Selhurst Park og “when the seagulls follows the trawler” blaðamannafundurinn í kjölfarið. Wenger kemur inn 1997 og breytir deildinni. 99' - Þrennan hjá Manchester United. 2004 - Arsenal Invincibles - fer ósigrað í gegnum mótið. 2005 - José Mourinho, The Special One, kemur með stormi til Bretlands. 2008 - Tímabilið sem Ronaldo verður að markamaskínu, sem virðist engan endi ætla að taka. Ekkert þessara stóru augnablika varð þó fyrir valinu hjá Arnari. Honum rennur seint úr minni sigurmark Sergio Aguero gegn QPR í uppbótartíma vorið 2012 sem tryggði Manchester City fyrsta enska meistaratitilinn á dramatískan hátt í lokaumferð deildarinnar. City hafði verið undir á 89. mínútu en jöfnunarmark Edin Dzeko á þeirri nítugustu og magnað mark Argentínumannsins veittu liðinu titilinn á kostnað Manchester United sem hafði gert sitt og unnið Sunderland í norðrinu. Klippa: Enska augnablikið: Sigurmark Aguero fyrir titlinum „En ég ætla að velja mark Sergio Aguero því það var ekki aðeins skorað á dramatískan hátt á sama tima og United var nánast byrjað að fagna í Sunderland heldur markaði þetta upphaf Manchester City og kynnti þá til leiks sem dóminerandi afl i enskum fótbolta.“ „Ég tengi svo við þetta sem þjálfari að vera með lið sem er að keppa við stóru strákana sem gera allt til þess að halda þér niðri. Þú þarft eitt augnablik til að sýna að þú sért mættur á stóra sviðið til að ekki bara vera með - heldur til að taka við,“ segir Arnar sem þekkir til þess sem þjálfari Víkings, lið sem var í neðri hluta deildarinanr þegar hann tók við þjálfun þess fyrir sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Víkingur bikarmeistari fjórum sinnum og Íslandsmeistari tvisvar. „Koma Guardiola 2017 breytti síðan öllum enskum fótbolta til eilífðar. Ekki bara fótboltinn heldur áhrif hans út í þjálfarasamfélagið. Mest stúderaði þjálfari sögunnar, epísk samkeppni við Klopp. Og núna eru fyrrverandi aðstoðarmenn hans að gera góða hluti, líkt og Mikel Arteta og Enzo Maresca.“ Sigurmark Aguero frá 2012 má sjá í spilaranum. Arnar verður sérfræðingur í setti í þáttagerð Sýnar Sport í kringum enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. 13. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. 13. ágúst 2025 15:00