Lífið

Heiðrún hefur komið sér vel fyrir í fjögurra hæða húsi í London

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiðrún býr í einstöku húsi í London.
Heiðrún býr í einstöku húsi í London.

Í Clapham-hverfinu í London býr söngkonan Heiðrún Anna Björnsdóttir sem tók þátt í Söngvakeppninni á síðasta ári með laginu Helgi. Hún býr í 300 fermetra húsi ásamt skoskum eiginmanni og þremur börnum.

Heiðrún hefur verið búsett í Bretlandi í 23 ár og Sindri Sindrason fékk að kíkja í heimsókn til hennar á dögunum.

Húsið er mjög breskt en Heiðrún hefur mjög litríkan og smekklegan stíl en þau hjónin fjárfestu í eigninni fyrir 2,2 milljónir punda eða því sem samsvarar 365 milljónir íslenskra króna.

Hér að neðan má sjá brot úr Heimsóknarþætti gærkvöldsins og var vel tekið á móti Sindra í London. Hægt er að horfa á þáttinn frá því í gær á frelsiskerfi Stöðvar 2. 

Klippa: Heiðrún hefur komið sér vel fyrir í fjögurra hæða húsi í LondonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.