„Ég er örugglega frekur karl“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 12:23 Daníel Jakobsson var bæjarstjóri á Ísafirði frá 2010 til 2014. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. Guðmundur greindi frá því á Facebook í morgun að fjölskyldan ætlaði að flytja frá Ísafirði. Þeim líði ekki vel og telji sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur er uppalinn á svæðinu, í Bolungarvík, og sneri heim til að taka við starfi bæjarstjóra. „Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna. En þetta er eins og það er. Við sjáum sæng okkar upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau,“ segir Guðmundur. Ekki vinir á Facebook Daníel Jakobsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði sem á flesta bæjarfulltrúa í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum. „Við Guðmundur erum ekki vinir á Facebook,“ sagði Daníel aðspurður hvort hann hefði séð kveðju bæjarstjórans fyrrverandi. Aðspurður hvort hann tengi við ummælin um frekan karl, sem Guðmundur vísar til, svarar Daníel: „Ég er örugglega frekur karl.“ Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Engar aðrar upplýsingar en ólík sýn hans og bæjarstjórnar var gefin á uppsögninni.Vísir/Egill Hann segir líklega litlu við málið að bæta og betra að ræða við Guðmund um hans upplifun. Um sé að ræða starfsmannamál eins og hvert annað. „Ég get bara bent á að ég á þrjátíu ára farsælan stjórnunarferil að því ég best veit. Ég hef ekki lent upp á kant við marga aðila á mínum ferli.“ Leitt að Guðmundur upplifi sig sem útlaga Hann telji að flestum finnist ákaflega gott að búa í Ísafjarðarbæ. „Mér þykir mjög gott að búa hérna. Það er ótrúlega fínt fólk hér, frábær tækifæri og mikill uppgangur,“ segir Daníel sem er fyrrverandi bæjarstjóri fyrir vestan. Hann er sömuleiðis áberandi í ferðaþjónustunni fyrir vestan en þau hjónin hafa verið í hótelrekstri og eiga meðal annars Hótel Ísafjörð. Daníel var bæjarstjóraefni flokksins en Framsókn gerði kröfu, í samkomulagi um meirihlutasamstarf, að faglegur bæjarstjóri yrði ráðinn. „Þegar fólk vill ekki búa hérna og upplifir sig sem einhvern útlaga þá er það auðvitað mjög leitt. Fari það fólk í friði,“ segir Daníel. Enginn vafi sé á því að eftirsjá verði af fjölskyldunni fyrir vestan. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að kastast hefði í kekki á milli þeirra Daníels og Guðmundar á bæjarstjórnarfundi í aðdraganda þess að Guðmundur hætti störfum. Daníel hafnar þessu alfarið í samtali við Vísi. Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. Guðmundur greindi frá því á Facebook í morgun að fjölskyldan ætlaði að flytja frá Ísafirði. Þeim líði ekki vel og telji sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur er uppalinn á svæðinu, í Bolungarvík, og sneri heim til að taka við starfi bæjarstjóra. „Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna. En þetta er eins og það er. Við sjáum sæng okkar upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau,“ segir Guðmundur. Ekki vinir á Facebook Daníel Jakobsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði sem á flesta bæjarfulltrúa í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum. „Við Guðmundur erum ekki vinir á Facebook,“ sagði Daníel aðspurður hvort hann hefði séð kveðju bæjarstjórans fyrrverandi. Aðspurður hvort hann tengi við ummælin um frekan karl, sem Guðmundur vísar til, svarar Daníel: „Ég er örugglega frekur karl.“ Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Engar aðrar upplýsingar en ólík sýn hans og bæjarstjórnar var gefin á uppsögninni.Vísir/Egill Hann segir líklega litlu við málið að bæta og betra að ræða við Guðmund um hans upplifun. Um sé að ræða starfsmannamál eins og hvert annað. „Ég get bara bent á að ég á þrjátíu ára farsælan stjórnunarferil að því ég best veit. Ég hef ekki lent upp á kant við marga aðila á mínum ferli.“ Leitt að Guðmundur upplifi sig sem útlaga Hann telji að flestum finnist ákaflega gott að búa í Ísafjarðarbæ. „Mér þykir mjög gott að búa hérna. Það er ótrúlega fínt fólk hér, frábær tækifæri og mikill uppgangur,“ segir Daníel sem er fyrrverandi bæjarstjóri fyrir vestan. Hann er sömuleiðis áberandi í ferðaþjónustunni fyrir vestan en þau hjónin hafa verið í hótelrekstri og eiga meðal annars Hótel Ísafjörð. Daníel var bæjarstjóraefni flokksins en Framsókn gerði kröfu, í samkomulagi um meirihlutasamstarf, að faglegur bæjarstjóri yrði ráðinn. „Þegar fólk vill ekki búa hérna og upplifir sig sem einhvern útlaga þá er það auðvitað mjög leitt. Fari það fólk í friði,“ segir Daníel. Enginn vafi sé á því að eftirsjá verði af fjölskyldunni fyrir vestan. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að kastast hefði í kekki á milli þeirra Daníels og Guðmundar á bæjarstjórnarfundi í aðdraganda þess að Guðmundur hætti störfum. Daníel hafnar þessu alfarið í samtali við Vísi.
Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59
Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47