Lífið

Óvæntur og undurfagur söngur fer eins og eldur í sinu um netheima

Stefán Árni Pálsson skrifar
Awbery er sannarlega með rödd.
Awbery er sannarlega með rödd.

Charlotte Awbery var óvænt beðin um að halda áfram með lagið Shallow þegar hún var að ferðast með neðanjarðarlestakerfinu í London á dögunum.

Þau Lady Gaga og Bradley Cooper gerðu lagið vinsælt á síðasta ári en Awbery leysti verkefnið heldur betur vel.

Það var Kevin Freshwater sem tók myndbandið upp en vinnur kemur fólki reglulega í klípu með vandræðalegum myndböndum. Það heppnaðist aftur á móti ekki að þessu sinni og hefur myndbandið orðið vinsælt vegna sönghæfileika Awbery.

Þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á myndbandið yfir 23 milljón sinnum á Twitter.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.