Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn, systkini sem öll eru yngri en níu ára, og unga foreldra þeirra, til Grikklands. Fjölskyldan kemur frá Írak en fékk alþjóðlega vernd í Grikklandi þar sem þau bjuggu við slæmar aðstæður heima fyrir, áttu varla fyrir mat, höfðu orðið fyrir pólitískum ofsóknum og voru beitt ofbeldi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Móðir leikskólabarns sem hefur verið heima í vikunni vegna verkfalls Eflingar segir hvern dag vera púsluspil. Foreldrar um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnuna eða leitað til foreldra og annarra vandamanna til að bregðast við verkfallinu sem hófst á mánudag. Ekki hefur verið boðaður nýr samningafundar í deilunni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður fjallað um nýjan búnað sem kom að góðum notum í eldsvoða í Kópavogi í nótt, gasmengun í Elvörpum á Reykjanesi og nýjungar í matvælaframleiðslu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.