Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 22. febrúar 2020 14:16 Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. vísir/Baldur Hrafnkell Viðræðuslit Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga komu Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni sambandsins, mjög á óvart. Efling sleit viðræðunum í gær og í samtali við fréttastofu segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, að viðræðurnar ekki hafa gengið vel. Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar munu því greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku og verði verkfall samþykkt hefjast aðgerðir þann 9. mars. Aldís segir samninganefnd sveitarfélanna hafa komið til fundarins hjá ríkissáttasemjara í gær til að ræða tilboð og mögulegar lausnir. Samninganefndin hafi verið í góðri trú og því hafi það komið á óvart að Efling hafi nær fyrirvaralaust slitið viðræðunum, án þess að samninganefnd sveitarfélaganna hafi gefist færi á að bregðast við tilboði kröfum Eflingar. „Það var verið að ræða ákveðin efnisatriði en það gafst ekki tóm til að fara með það neitt lengra. Þetta kom öllum mjög á óvart því það átti enginn von á því að viðræðum yrði bara slitið með þessum hætti,“ segir Aldís. Mörgum þótti utspil Reykjavíkurborgar gott Aldís segir það erfitt að meta þá stöðu sem upp er komin. Reykjavíkurborg hafi komið með útspil sem mörgum hafi þótt mjög gott. „Ég held að við höfum þar verið að sjá einhverja almestu hækkun lægstu launa sem við höfum nokkurn tímann orðið vitni af. Það er auðvitað mjög sérstakt að setjast ekki niður og vinna á þeim grunni sem þar var lagður eða einfaldlega setjast niður og ræða saman. Ég get ekki nógsamlega ítrekað að það er skylda viðsemjenda allra – allra hringinn í kringum borðið – að ræða sig niður á niðurstöðu,“ segir Aldís. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Viðræðuslit Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga komu Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni sambandsins, mjög á óvart. Efling sleit viðræðunum í gær og í samtali við fréttastofu segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, að viðræðurnar ekki hafa gengið vel. Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar munu því greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku og verði verkfall samþykkt hefjast aðgerðir þann 9. mars. Aldís segir samninganefnd sveitarfélanna hafa komið til fundarins hjá ríkissáttasemjara í gær til að ræða tilboð og mögulegar lausnir. Samninganefndin hafi verið í góðri trú og því hafi það komið á óvart að Efling hafi nær fyrirvaralaust slitið viðræðunum, án þess að samninganefnd sveitarfélaganna hafi gefist færi á að bregðast við tilboði kröfum Eflingar. „Það var verið að ræða ákveðin efnisatriði en það gafst ekki tóm til að fara með það neitt lengra. Þetta kom öllum mjög á óvart því það átti enginn von á því að viðræðum yrði bara slitið með þessum hætti,“ segir Aldís. Mörgum þótti utspil Reykjavíkurborgar gott Aldís segir það erfitt að meta þá stöðu sem upp er komin. Reykjavíkurborg hafi komið með útspil sem mörgum hafi þótt mjög gott. „Ég held að við höfum þar verið að sjá einhverja almestu hækkun lægstu launa sem við höfum nokkurn tímann orðið vitni af. Það er auðvitað mjög sérstakt að setjast ekki niður og vinna á þeim grunni sem þar var lagður eða einfaldlega setjast niður og ræða saman. Ég get ekki nógsamlega ítrekað að það er skylda viðsemjenda allra – allra hringinn í kringum borðið – að ræða sig niður á niðurstöðu,“ segir Aldís.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15