Áslaug er fyrst daufblindra Íslendinga til að ljúka háskólanámi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2020 21:15 Áslaug Ýr Hjartardóttir er ánægð með þá þjónustu sem hún fékk í Háskóla Íslands. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að ljúka háskólanámi á Íslandi útskrifaðist í dag með BS gráðu í viðskiptafræði. Draumurinn er að starfa sem bókaútgefandi eða rithöfundur en áður en haldið er út á vinnumarkaðinn ætlar hún í frekara háskólanám. Um 400 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í dag. Þar á meðal hin 23 ára Áslaug Ýr Hjartardóttir sem útskrifaðist sem viðskiptafræðingur en hún er fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að ljúka háskólanámi hér á landi. Daufblindur er einstaklingur sem er mjög skertur á sjón og heyrn. Áslaug segist virkilega ánægð með þá þjónustu sem hún fékk hjá háskólanum en skólinn útvegaði henni meðal annars túlk í tímum auk dæmatímakennara þegar þörf var á frekari aðstoð. Móðir Áslaugar segir að í tilviki dóttur hennar hafi skólinn uppfyllt að fullu ákvæði í samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er snýr að menntun. „Ég er mjög þakklát fyrir allt starfsfólkið í háskólanum og þjónustuna sem ég fékk,“ segir Áslaug Ýr, viðskiptafræðingur. Áslaug ætlar ekki að láta viðskiptafræðigráðuna duga en hún er á leið í frekara háskólanám. „Ég er að byrja í bókmenntafræði. Áður en ég byrjaði í háskólanum ákvað ég að fara í viðskiptafræði, svo bókmenntafræði og svo ákveða hvað ég ætla að gera í lífinu,“ segir Áslaug.Ert þú búin að ákveða hvað þú ætlar að gera? „Kannski vera bókaútgefandi eða rithöfundur. Kannski enda ég á markaðsskrifstofu,“ segir Áslaug. Hún segir félagslífið það skemmtilegasta við háskólann, en Áslaug tók virkan þátt í nemendafélaginu auk þess sem hún bauð sig fram til Stúdentaráðs. Hún segir daginn í dag gleðidag. „Ég ætla að útskrifast úr viðskiptafræði svo ætla ég að eyða deginum með fjölskyldunni og fagna áfanganum.“ Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að ljúka háskólanámi á Íslandi útskrifaðist í dag með BS gráðu í viðskiptafræði. Draumurinn er að starfa sem bókaútgefandi eða rithöfundur en áður en haldið er út á vinnumarkaðinn ætlar hún í frekara háskólanám. Um 400 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í dag. Þar á meðal hin 23 ára Áslaug Ýr Hjartardóttir sem útskrifaðist sem viðskiptafræðingur en hún er fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að ljúka háskólanámi hér á landi. Daufblindur er einstaklingur sem er mjög skertur á sjón og heyrn. Áslaug segist virkilega ánægð með þá þjónustu sem hún fékk hjá háskólanum en skólinn útvegaði henni meðal annars túlk í tímum auk dæmatímakennara þegar þörf var á frekari aðstoð. Móðir Áslaugar segir að í tilviki dóttur hennar hafi skólinn uppfyllt að fullu ákvæði í samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er snýr að menntun. „Ég er mjög þakklát fyrir allt starfsfólkið í háskólanum og þjónustuna sem ég fékk,“ segir Áslaug Ýr, viðskiptafræðingur. Áslaug ætlar ekki að láta viðskiptafræðigráðuna duga en hún er á leið í frekara háskólanám. „Ég er að byrja í bókmenntafræði. Áður en ég byrjaði í háskólanum ákvað ég að fara í viðskiptafræði, svo bókmenntafræði og svo ákveða hvað ég ætla að gera í lífinu,“ segir Áslaug.Ert þú búin að ákveða hvað þú ætlar að gera? „Kannski vera bókaútgefandi eða rithöfundur. Kannski enda ég á markaðsskrifstofu,“ segir Áslaug. Hún segir félagslífið það skemmtilegasta við háskólann, en Áslaug tók virkan þátt í nemendafélaginu auk þess sem hún bauð sig fram til Stúdentaráðs. Hún segir daginn í dag gleðidag. „Ég ætla að útskrifast úr viðskiptafræði svo ætla ég að eyða deginum með fjölskyldunni og fagna áfanganum.“
Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent