Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Ungmennum sem leita á Vog vegna vímuefnavanda hefur fækkað jafnt og þétt frá aldamótum en neyslan verður stöðugt alvarlegri. Yfirlæknir á Vogi segir að grípa þurfi fyrr inn í aðstæður hjá áhættuhópum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 18:30.

Einnig verður fjallað um yfirvofandi verkfallsaðgerðir Eflingar. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga furðar sig á því að samninganefnd Eflingar hafi lýst viðræðum þeirra sem árangurslausum og boðað til atkvæðagreiðslu um verkfall.

Þá kynnum við okkur hugmyndir um niðurgrafið bíó í Arnarhóli, hittum fyrsta daufblinda nemandann til að ljúka háskólagráðu frá Háskóla Íslands og unga Selfyssinga sem vita ekkert skemmtilegra en að byggja snjóhús.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×