Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Ungmennum sem leita á Vog vegna vímuefnavanda hefur fækkað jafnt og þétt frá aldamótum en neyslan verður stöðugt alvarlegri. Yfirlæknir á Vogi segir að grípa þurfi fyrr inn í aðstæður hjá áhættuhópum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 18:30.

Einnig verður fjallað um yfirvofandi verkfallsaðgerðir Eflingar. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga furðar sig á því að samninganefnd Eflingar hafi lýst viðræðum þeirra sem árangurslausum og boðað til atkvæðagreiðslu um verkfall.

Þá kynnum við okkur hugmyndir um niðurgrafið bíó í Arnarhóli, hittum fyrsta daufblinda nemandann til að ljúka háskólagráðu frá Háskóla Íslands og unga Selfyssinga sem vita ekkert skemmtilegra en að byggja snjóhús.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.