Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. Framkvæmdastjóri Eflingar fullyrðir að ríkissáttasemjari taki á deilunni af festu, jafnvel þótt engin samskipti hafi verið milli samninganefnda síðustu daga og ekki hafi verið boðað til fundar.  

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður fjallað um aukna notkun á ADHD-lyfjum og rætt við íslenska konu sem búsett er í Mílanó. Hún hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna ótta við COVID-19 veiruna. Yfirvöld á Ítalíu hafa gripið til neyðarráðstafana; lokað skólum og bannað fjöldasamkomur.

Þá verður rætt við íslenskan strandaglóp á Tenerife og forstjóra Landsvirkjunar sem hefur óskað eftir að trúnaði um raforkusamning Rio Tinto verði aflétt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.