Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:27 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Hún segir Eflingu reyndar hafa boðað baráttufund klukkan 13 á morgun og hún hafi því óskað eftir því við sáttasemjara um að samningafundurinn hefjist klukkan 14. Sólveig kveðst reikna með að það verði brugðist við ósk hennar um að færa fundinn. Félagar í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli í rúma viku með tilheyrandi áhrifum á skólastarf, velferðarþjónustu og sorphirðu í borginni. Seinasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Verið að bregðast við með því að boða til fundar Aðspurð hvort Efling hafi fengið viðbrögð við yfirlýsingu sinni í gær um „nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ segir Sólveig engin eiginleg viðbrögð hafa komið. „En við kjósum að líta svo á að það sé verið að kalla fund sé viðbragð,“ segir Sólveig sem reiknar með því að yfirlýsingin verði rædd á fundinum á morgun. Í yfirlýsingunni kom fram að samninganefnd Eflingar telji yfirlýsingar borgarinnar og Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin sé tilbúin til að koma betur til móts við kröfur Eflingar en kynnt var á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Telur nefndin að borgin hafi þannig mögulega skapað meiri grundvöll til áframhaldandi viðræðna en áður var ætlað. Var kallað eftir staðfestingu borgarinnar á því. Í samtali við fréttastofu í gær fagnaði Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, því að Efling vilji setjast við samningaborðið en vildi ekki tjá sig efnislega um yfirlýsingu Eflingar og þann skilning sem samninganefndin lagði í orð og yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi. Upplifir mikinn stuðning frá almenningi Áhrifa af verkfalli Eflingar gætir víða í borginni þar sem rusl safnast upp, leikskólastarf hefur raskast mikið sem og skólastarf í nokkrum grunnskólum. Þá er velferðarþjónusta borgarinnar verulega skert. Engu að síður kveðst Sólveig upplifa mikinn stuðning hjá almenningi og aðspurð segist hún alls ekki upplifa það að almenningsálitið sé að snúast gegn Eflingu og baráttu þeirra við borgina. „Ég held að það hafi náðst einhvers konar sátt um það að okkar málflutningur sé réttur og sannur og að þessi krafa okkar um mjög svo sanngjörnu og hófstilltu leiðréttingu eigi fullan rétt. Og ég held að bæði foreldrar barna sem ganga í leikskóla og eins fólkið sem dvelur á þeim stofnunum þar sem gamalt fólk býr og svo framvegis hljóti allt að átta sig á því að það gengur ekki að reka þessi mikilvægu umönnunarkerfi á vinnu kvenna sem geta ekki almennilega séð fyrir sjálfri sér,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Hún segir Eflingu reyndar hafa boðað baráttufund klukkan 13 á morgun og hún hafi því óskað eftir því við sáttasemjara um að samningafundurinn hefjist klukkan 14. Sólveig kveðst reikna með að það verði brugðist við ósk hennar um að færa fundinn. Félagar í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli í rúma viku með tilheyrandi áhrifum á skólastarf, velferðarþjónustu og sorphirðu í borginni. Seinasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Verið að bregðast við með því að boða til fundar Aðspurð hvort Efling hafi fengið viðbrögð við yfirlýsingu sinni í gær um „nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ segir Sólveig engin eiginleg viðbrögð hafa komið. „En við kjósum að líta svo á að það sé verið að kalla fund sé viðbragð,“ segir Sólveig sem reiknar með því að yfirlýsingin verði rædd á fundinum á morgun. Í yfirlýsingunni kom fram að samninganefnd Eflingar telji yfirlýsingar borgarinnar og Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin sé tilbúin til að koma betur til móts við kröfur Eflingar en kynnt var á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Telur nefndin að borgin hafi þannig mögulega skapað meiri grundvöll til áframhaldandi viðræðna en áður var ætlað. Var kallað eftir staðfestingu borgarinnar á því. Í samtali við fréttastofu í gær fagnaði Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, því að Efling vilji setjast við samningaborðið en vildi ekki tjá sig efnislega um yfirlýsingu Eflingar og þann skilning sem samninganefndin lagði í orð og yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi. Upplifir mikinn stuðning frá almenningi Áhrifa af verkfalli Eflingar gætir víða í borginni þar sem rusl safnast upp, leikskólastarf hefur raskast mikið sem og skólastarf í nokkrum grunnskólum. Þá er velferðarþjónusta borgarinnar verulega skert. Engu að síður kveðst Sólveig upplifa mikinn stuðning hjá almenningi og aðspurð segist hún alls ekki upplifa það að almenningsálitið sé að snúast gegn Eflingu og baráttu þeirra við borgina. „Ég held að það hafi náðst einhvers konar sátt um það að okkar málflutningur sé réttur og sannur og að þessi krafa okkar um mjög svo sanngjörnu og hófstilltu leiðréttingu eigi fullan rétt. Og ég held að bæði foreldrar barna sem ganga í leikskóla og eins fólkið sem dvelur á þeim stofnunum þar sem gamalt fólk býr og svo framvegis hljóti allt að átta sig á því að það gengur ekki að reka þessi mikilvægu umönnunarkerfi á vinnu kvenna sem geta ekki almennilega séð fyrir sjálfri sér,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30
Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30