Innlent

Ölvaður og próf­laus með barn í bílnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fleiri ökumenn voru stöðvaðir í gær og nótt, ýmist undir áhrifum fíkniefna eða próflausir.
Fleiri ökumenn voru stöðvaðir í gær og nótt, ýmist undir áhrifum fíkniefna eða próflausir. Vísir/vilhelm

Lögregla í Hafnarfirði stöðvaði ökumann seint á áttunda tímanum í gærkvöldi fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis. Ökumaðurinn var auk þess með barn í bílnum, að því er segir í dagbók lögreglu. Barnaverndarnefnd var gert viðvart um atvikið.

Þá var einstaklingur handtekinn á höfuðborgarsvæðinu um klukkan fjögur í nótt með lítilræði af fíkniefnum á sér. Málið var afgreitt með skýrslutöku á lögreglustöð.

Nokkrir ökumenn voru jafnframt stöðvaðir fyrir aksturstengd brot víða á höfuðborgarsvæðinu. Einhverjir óku sviptir ökuréttindum, aðrir undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×