Lífið

Börn á öllum aldri tóku yfir Kringluna á Öskudaginn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessi börn voru í góðum gír í Kringlunni í dag.
Þessi börn voru í góðum gír í Kringlunni í dag. Vísir/SigurjónÓ

„Ekki vera heimskur og reykja eitthvað grænt,“ var á meðal þess sem heyrðist sungið í Kringlunni í dag þangað sem fjöldi barna á öllum aldri mætti í dag til að syngja. Ekki þó endurgjaldslaust.

Sú hefð hefur skapast á Íslandi að verslunareigendur launi fyrir sönginn með sælgæti. Það var uppi á teningnum í Kringlunni í dag eins og víða annars staðar á landinu.

Búningar voru af öllum toga og hressleikinn mikill eins og sjá má á þessum myndum sem Sigurjón Ólafsson, tökumaður fréttastofunnar, náði í dag. Örvar Hafþórsson tók myndbandið saman.

Kristín Einarsdóttir á Hveravík á Ströndum ræddi við Reykjavík síðdegis um Öskudaginn. Hún þekkir sögu dagsins betur en flestir enda skrifaðu hún meistararitgerð sína um Öskudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.