Lífið

Börn á öllum aldri tóku yfir Kringluna á Öskudaginn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessi börn voru í góðum gír í Kringlunni í dag.
Þessi börn voru í góðum gír í Kringlunni í dag. Vísir/SigurjónÓ

„Ekki vera heimskur og reykja eitthvað grænt,“ var á meðal þess sem heyrðist sungið í Kringlunni í dag þangað sem fjöldi barna á öllum aldri mætti í dag til að syngja. Ekki þó endurgjaldslaust.

Sú hefð hefur skapast á Íslandi að verslunareigendur launi fyrir sönginn með sælgæti. Það var uppi á teningnum í Kringlunni í dag eins og víða annars staðar á landinu.

Búningar voru af öllum toga og hressleikinn mikill eins og sjá má á þessum myndum sem Sigurjón Ólafsson, tökumaður fréttastofunnar, náði í dag. Örvar Hafþórsson tók myndbandið saman.

Kristín Einarsdóttir á Hveravík á Ströndum ræddi við Reykjavík síðdegis um Öskudaginn. Hún þekkir sögu dagsins betur en flestir enda skrifaðu hún meistararitgerð sína um Öskudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×