Innlent

Biðu í tvo tíma eftir afísingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Útsýnið úr einni flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli í morgun.
Útsýnið úr einni flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli í morgun. Vísir/Anton Ingi

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar.

Eins og sjá má á vef Isavia hefur verið töf á öllum ferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli í morgun, mismikil þó. Þannig voru fyrstu ferðir Icelandair í morgun nokkrum mínútum á eftir áætlun en biðin hefur lengst eftir því sem liðið hefur á morguninn. Þannig lagði Kaupmannahafnarvél Icelandair af stað einum og hálfum tíma á eftir áætlun og það sama má segja um Glasgow-vélina og Osló-vélina.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mátti rekja tafirnar til þess að afísa þurfti allar vélarnar og var einfaldlega gengið á röðina en um 15 til 20 mínútur tekur að afísa hverja vél.

Farþegar um borð í vél Icelandair þurfti að bíða lengst eftir afísingu eða í rúmlega tvo tíma. Áætluð brottför var klukkan átta í morgun en vélin lagði af stað klukkan 10.07.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.