Innlent

Biðu í tvo tíma eftir afísingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Útsýnið úr einni flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli í morgun.
Útsýnið úr einni flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli í morgun. Vísir/Anton Ingi

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar.

Eins og sjá má á vef Isavia hefur verið töf á öllum ferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli í morgun, mismikil þó. Þannig voru fyrstu ferðir Icelandair í morgun nokkrum mínútum á eftir áætlun en biðin hefur lengst eftir því sem liðið hefur á morguninn. Þannig lagði Kaupmannahafnarvél Icelandair af stað einum og hálfum tíma á eftir áætlun og það sama má segja um Glasgow-vélina og Osló-vélina.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mátti rekja tafirnar til þess að afísa þurfti allar vélarnar og var einfaldlega gengið á röðina en um 15 til 20 mínútur tekur að afísa hverja vél.

Farþegar um borð í vél Icelandair þurfti að bíða lengst eftir afísingu eða í rúmlega tvo tíma. Áætluð brottför var klukkan átta í morgun en vélin lagði af stað klukkan 10.07.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×