Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 07:12 Það má með sanni segja að færð sé slæm á Suðurnesjum í dag. Lögregla á Suðurnesjum Björgunarsveitir og lögregla á Suðurnesjum voru önnum kafnar í alla nótt við að aðstoða ökumenn sem fest höfðu bíla sína á svæðinu. Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt, þar sem víða er þungfært. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurnesjum var ófærð mikil í nótt og voru allar björgunarsveitir á svæðinu kallaðar út til að losa fasta bíla. Nokkur slík útköll voru í gangi nú skömmu fyrir klukkan sjö í morgun og færð enn talsvert þung, sérstaklega við Ásbrú. Reynt er eftir fremsta megni að halda stofnæðum opnum. Þá beinir lögregla því til fólks að mikilvægt sé að vera á vel búnum bílum í ófærðinni. Um fjörutíu tilkynningar höfðu borist Landsbjörg á Suðurnesjum á tíunda tímanum í gær. Þá myndaðist umferðarteppa á Grindavíkurvegi við Bláa lónið vegna ófærðar. Talsverðan tíma tók að greiða úr þeirri flækju og var veginum lokað um tíma. Lokað um Þrengsli og óvíst með Hellisheiði Þá sátu tugir bíla fastir á Sólheimasandi í gærkvöldi, þar sem var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Veginum á milli Hvolsvallar og Víkur var lokað en samkvæmt korti Vegagerðarinnar er enn ófært um veginn nú. Þá var Hellisheiði lokað í morgun vegna fannfergis en hún opnuð aftur snemma á sjöunda tímanum, þó með þeim skilaboðum Vegagerðarinnar að henni gæti verið lokað aftur með litlum sem engum fyrirvara ef veður versnar. Veginum um Þrengsli var einnig lokað snemma í morgun og er hann enn lokaður. Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið ræstar út í gærkvöldi og í nótt til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir á Hafravatnsvegi, Þingvallavegi og Suðurlandsvegi. Þá má búast við verulegum töfum á akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó í höfuðborginni í dag sökum ófærðar. Nær allir bílar sem sinna þeirri þjónustu sitja nú fastir heima en færð í íbúðahverfum er einkar slæm. Upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Björgunarsveitir og lögregla á Suðurnesjum voru önnum kafnar í alla nótt við að aðstoða ökumenn sem fest höfðu bíla sína á svæðinu. Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt, þar sem víða er þungfært. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurnesjum var ófærð mikil í nótt og voru allar björgunarsveitir á svæðinu kallaðar út til að losa fasta bíla. Nokkur slík útköll voru í gangi nú skömmu fyrir klukkan sjö í morgun og færð enn talsvert þung, sérstaklega við Ásbrú. Reynt er eftir fremsta megni að halda stofnæðum opnum. Þá beinir lögregla því til fólks að mikilvægt sé að vera á vel búnum bílum í ófærðinni. Um fjörutíu tilkynningar höfðu borist Landsbjörg á Suðurnesjum á tíunda tímanum í gær. Þá myndaðist umferðarteppa á Grindavíkurvegi við Bláa lónið vegna ófærðar. Talsverðan tíma tók að greiða úr þeirri flækju og var veginum lokað um tíma. Lokað um Þrengsli og óvíst með Hellisheiði Þá sátu tugir bíla fastir á Sólheimasandi í gærkvöldi, þar sem var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Veginum á milli Hvolsvallar og Víkur var lokað en samkvæmt korti Vegagerðarinnar er enn ófært um veginn nú. Þá var Hellisheiði lokað í morgun vegna fannfergis en hún opnuð aftur snemma á sjöunda tímanum, þó með þeim skilaboðum Vegagerðarinnar að henni gæti verið lokað aftur með litlum sem engum fyrirvara ef veður versnar. Veginum um Þrengsli var einnig lokað snemma í morgun og er hann enn lokaður. Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið ræstar út í gærkvöldi og í nótt til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir á Hafravatnsvegi, Þingvallavegi og Suðurlandsvegi. Þá má búast við verulegum töfum á akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó í höfuðborginni í dag sökum ófærðar. Nær allir bílar sem sinna þeirri þjónustu sitja nú fastir heima en færð í íbúðahverfum er einkar slæm. Upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41