Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sýnt frá blaðamannafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, embættis landlæknis og Landspítalans þar sem almenningur var beðinn um að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda.

Einnig verður sýnt frá fundi kínverska sendiráðsins sem haldinn var í dag þar sem meðal annars kom fram að kínversk stjórnvöld séu tilbúin að vinna með Íslendingum gegn veirunni.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu þeirra síðustu þrjá mánuði. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti.

Þá verður sagt frá áætlun ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×