Sigaði Dobermann-hundi á kunningjakonu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2020 19:53 Dobermann-hundur. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hún réðst að að annarri konu og sigaði á hana Dobermann-hundi. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot. Konan var ákærð fyrir að hafa framið sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa þann 25. júní 2017 ráðist á konu með því að að siga á hana hundi af tegundinni Dobermann, rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í jörðina þar sem hún veittist að henni meðal annars með því að sparka í og/eða traðka á brjóstkassa fórnarlambsins að minnsta kosti tvisvar sinnum, sparka að minnsta kosti einu sinni í andlit hennar auk þess sem að hundurinn glefsaði og klóraði í hana þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á vinstra augnloki og augnsvæði, töluvert aflagðan brjóstkassa, rifbrot og skrapsár á ofanverðum vinstri úlnlið. Svo virðist sem að konurnar tvær hafi verið eitthvað ósáttar sem endaði með slagsmálum. Er haft eftir fórnarlambinu í frumskýrslu lögreglu vegna málsins að konan hafi sagt við það að hundur hennar myndi „hakka hana í sig“. Ekki liggi fyrir að hundurinn hafi beitt því afli sem ætla mætti að hann búi yfir Konan neitaði sök og hafnaði því alfarið að hafa veist að fórnarlambinu. Það dómi breyttist þó afstaða hennar á þann veg að hún kannaðist við að hafa rifið í hár brotaþola og að hafa sparkað í áttina að henni. Allir sem komu að málinu voru sammála um að upphafið að átökunum hafi mátt rekja til þess að fórnarlambið sló til konunnar. Eftir það lenti þeim saman en ósannað þótti að konan hafi dregið fórnarlambið í jörðina og var hún sýknuð af þeim hluta ákærunnar. Héraðsdómur taldi þó sannað að konan hafi veist að fórnarlambinu á þann hátt sem rakinn var í ákærunni fyrir utan það að hafa dregið fórnarlambið í jörðina. Ráða mætti af framburðum vitna að konan hafi kallað á hundinn og bent honum á brotaþolann. Þó er tekið fram að ekki liggi fyrir að hundurinn hafi þá beitt því afli sem ætla verður að hundur þessarar stærðar og tegundar hafi. Þá verði ekki fullyrt hvernig hundurinn hafi átt að skilja skipanir konunnar eða að ásetningur hennar hafi staðið til þess að hundurinn myndi ráðast á fórnarlambið frekar en að hræða hana. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot en játaði konan sök í þeim hluta dómsmálsins gegn henni. Var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en meðal annars var litið til þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Þá þarf konan einnig að greiða fórnalambinu 500 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Dýr Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hún réðst að að annarri konu og sigaði á hana Dobermann-hundi. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot. Konan var ákærð fyrir að hafa framið sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa þann 25. júní 2017 ráðist á konu með því að að siga á hana hundi af tegundinni Dobermann, rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í jörðina þar sem hún veittist að henni meðal annars með því að sparka í og/eða traðka á brjóstkassa fórnarlambsins að minnsta kosti tvisvar sinnum, sparka að minnsta kosti einu sinni í andlit hennar auk þess sem að hundurinn glefsaði og klóraði í hana þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á vinstra augnloki og augnsvæði, töluvert aflagðan brjóstkassa, rifbrot og skrapsár á ofanverðum vinstri úlnlið. Svo virðist sem að konurnar tvær hafi verið eitthvað ósáttar sem endaði með slagsmálum. Er haft eftir fórnarlambinu í frumskýrslu lögreglu vegna málsins að konan hafi sagt við það að hundur hennar myndi „hakka hana í sig“. Ekki liggi fyrir að hundurinn hafi beitt því afli sem ætla mætti að hann búi yfir Konan neitaði sök og hafnaði því alfarið að hafa veist að fórnarlambinu. Það dómi breyttist þó afstaða hennar á þann veg að hún kannaðist við að hafa rifið í hár brotaþola og að hafa sparkað í áttina að henni. Allir sem komu að málinu voru sammála um að upphafið að átökunum hafi mátt rekja til þess að fórnarlambið sló til konunnar. Eftir það lenti þeim saman en ósannað þótti að konan hafi dregið fórnarlambið í jörðina og var hún sýknuð af þeim hluta ákærunnar. Héraðsdómur taldi þó sannað að konan hafi veist að fórnarlambinu á þann hátt sem rakinn var í ákærunni fyrir utan það að hafa dregið fórnarlambið í jörðina. Ráða mætti af framburðum vitna að konan hafi kallað á hundinn og bent honum á brotaþolann. Þó er tekið fram að ekki liggi fyrir að hundurinn hafi þá beitt því afli sem ætla verður að hundur þessarar stærðar og tegundar hafi. Þá verði ekki fullyrt hvernig hundurinn hafi átt að skilja skipanir konunnar eða að ásetningur hennar hafi staðið til þess að hundurinn myndi ráðast á fórnarlambið frekar en að hræða hana. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot en játaði konan sök í þeim hluta dómsmálsins gegn henni. Var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en meðal annars var litið til þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Þá þarf konan einnig að greiða fórnalambinu 500 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Dýr Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira