Innlent

Ó­­vissu­­stigi lýst yfir á Kefla­víkur­flug­velli eftir að hreyfill her­flug­­vélar bilaði

Atli Ísleifsson skrifar
Vélin lenti heilu og höldnu um klukkan 14:30.
Vélin lenti heilu og höldnu um klukkan 14:30. vísir/vilhelm

Óvissustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli eftir að tilkynnt var um að hreyfill norskrar herflugvélar á flugi bilaði.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að um hafi verið að ræða einn hreyfil af fjórum umræddrar vélar, en til öryggis hafi verið ákveðið að lenda í Keflavík. Vélin lenti heilu og höldnu um klukkan 14:30.

Að sögn Guðjóns voru 75 manns um borð og er vélin nú í stæði á Keflavíkurflugvelli. Vélin sem um ræðir er af gerðinni Lockheed C-130J-30 Hercules.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×