Flotinn í höfn meðan lætin ganga yfir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 14:28 Engin áhætta verður tekin um helgina. Guðmundur Alfreðsson Óveðursspáin fyrir næstu daga setur strik í reikninginn hjá skipum Síldarvinnslunnar og Bergs-Hugins. Smáey VE kom til hafnar í Vestmannaeyjum í nótt með um 50 tonn af karfa eftir stutta veiðiferð og Bergey VE landaði fullfermi í gærmorgun. Ekki er gert ráð fyrir að skipin haldi til veiða á ný fyrr en á sunnudag. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, segir að mjög vel gangi að fiska en nú muni veðurhamurinn taka völdin. „Við vorum að veiða á Skeiðarárdýpinu, út af Ingólfshöfða og í Sláturhúsinu út af Hornafirði og alls staðar fiskaðist vel. Aflinn var mest þorskur,ufsi, ýsa og skarkoli. Það er allt farið að snúast mjög vel hér um borð í nýja skipinu og við höfum sko ekki undan neinu að kvarta. Framundan eru helvítis læti. Það verður kolvitlaust veður á föstudag og hundleiðinlegt á laugardag þannig að líklega verður ekki farið út fyrr en á sunnudag. En nú er vertíðin framundan og hún er alltaf mikið tilhlökkunarefni. Vertíðin er bara skemmtilegasti tími ársins, svo einfalt er það,“ segir Jón. Síldarvinnsluskipin Gullver NS og Blængur NK munu einnig leita hafnar vegna veðurs. Ísfisktogarinn Gullver mun væntanlega koma til Seyðisfjarðar í fyrramálið en frystitogarinn Blængur er væntanlegur til Neskaupstaðar í nótt. Fjarðabyggð Óveður 14. febrúar 2020 Seyðisfjörður Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Óveðursspáin fyrir næstu daga setur strik í reikninginn hjá skipum Síldarvinnslunnar og Bergs-Hugins. Smáey VE kom til hafnar í Vestmannaeyjum í nótt með um 50 tonn af karfa eftir stutta veiðiferð og Bergey VE landaði fullfermi í gærmorgun. Ekki er gert ráð fyrir að skipin haldi til veiða á ný fyrr en á sunnudag. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, segir að mjög vel gangi að fiska en nú muni veðurhamurinn taka völdin. „Við vorum að veiða á Skeiðarárdýpinu, út af Ingólfshöfða og í Sláturhúsinu út af Hornafirði og alls staðar fiskaðist vel. Aflinn var mest þorskur,ufsi, ýsa og skarkoli. Það er allt farið að snúast mjög vel hér um borð í nýja skipinu og við höfum sko ekki undan neinu að kvarta. Framundan eru helvítis læti. Það verður kolvitlaust veður á föstudag og hundleiðinlegt á laugardag þannig að líklega verður ekki farið út fyrr en á sunnudag. En nú er vertíðin framundan og hún er alltaf mikið tilhlökkunarefni. Vertíðin er bara skemmtilegasti tími ársins, svo einfalt er það,“ segir Jón. Síldarvinnsluskipin Gullver NS og Blængur NK munu einnig leita hafnar vegna veðurs. Ísfisktogarinn Gullver mun væntanlega koma til Seyðisfjarðar í fyrramálið en frystitogarinn Blængur er væntanlegur til Neskaupstaðar í nótt.
Fjarðabyggð Óveður 14. febrúar 2020 Seyðisfjörður Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent