Lífið

Maðurinn á bakvið rödd Freddie Mercury í Bohemian Rhapsody

Stefán Árni Pálsson skrifar
Marc Martel er með lygilega rödd.
Marc Martel er með lygilega rödd.

Kvikmyndin Bohemian Rhapsody sem kom út árið 2018 vann fern Óskarsverðlaun og sló hún rækilega í gegn.

Kvikmyndin fjallar um sveitina Queen og söngvarann einstaka Freddie Mercury. Það var leikarinn Rami Malek sem fór með hlutverk Mercury og vann meðal annars Óskarinn fyrir leik í aðalhlutverki.

Mikið er sungið í kvikmyndinni og einn af mönnunum sem söng fyrir Malek í myndinni heitur Marc Martel. Martel kemur fram á heiðurstónleikum sveitarinnar í Laugardalshöllinni þann 8.apríl næstkomandi.

Vefsíðan Mashable fékk söngvarann til að taka lagið í New York á dögunum og má heyra röddina á bakvið Freddie Mercury hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×