Ferðamenn nutu óveðursins í Reykjavík í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2020 20:00 Ferðamenn nutu óveðursins í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn í Reykjavík kipptu sér lítið upp við óveðrið sem gekk yfir í morgun. Nokkrir þeirra hreinlega nutu þess að upplifa alíslenska vetrarlægð. Óveðrið sem gekk yfir suðurhluta landsins hafði áhrif á áætlanir fjölmargra erlendra ferðamanna þar sem vegir til og frá höfuðborginni, að helstu náttúr perlum landsins, voru lokaðir. Margir tóku á það ráð að njóta óveðursins í miðborg Reykjavíkur og fá hreint íslenskt loft beint í fangið á gönguleiðinni meðfram Sæbraut og við Hörpuna. Sumir áttu þó í mestu vandræðum þegar öflugar hviður hrifu þá með sér. Náttúran sýndi listir sínar þegar þegar brimaldan skall á varnargörðum. Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu.Vísir/Stöð 2 „Við ætluðum að fara í bæinn og skoða hús en veðrið er hins vegar afar slæmt,“ sögðu feðgarnir Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu. „Við komum sérstaklega til að upplifa slæmt verður,“ sagði Mauricio Morales, frá Mexíkó.Virkilega? „Við ákváðum það og við vissum af storminum og rauðu viðvöruninni. Við vildum því endilega upplifa það,“ sagði Mauricio. „Ég hélt að veðrið yrði verra en það varð. En þetta er tilbreyting,“ sagði Pedro Santos Frá Portúgal. Mauricio Morales, frá Mexíkó og Magdalena Markiewicz, frá Póllandi.Vísir/Stöð 2 „Maður upplifir kraft náttúrunnar. Þetta er magnað,“ sagði Magdalena Markiewicz, frá PóllandiFinnst ykkur þá að svona vont veður sé heillandi?„Já, ég er frá Mexíkó. Ég sagði við konuna mína að við fengjum stundum fellibylji og alls konar furðulegt veður og því fannst mér áhugavert að upplifa slíkt á Íslandi,“ sagði Mauricio. „Vonandi verður betra veður á morgun svo við getum skoðað okkur um á þessari fallegu eyju, Íslandi,“ sagði Uli. Pedro Santos frá Portúgal.Vísir/Stöð 2 Fannst þér merkilegt að upplifa veðrið í morgun? „Já.Þetta er ný upplifun og ég var að spá í það hvenær færi að snjóa. Mig langaði að sjá snjó,“ sagði Pedro. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31 Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56 800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Erlendir ferðamenn í Reykjavík kipptu sér lítið upp við óveðrið sem gekk yfir í morgun. Nokkrir þeirra hreinlega nutu þess að upplifa alíslenska vetrarlægð. Óveðrið sem gekk yfir suðurhluta landsins hafði áhrif á áætlanir fjölmargra erlendra ferðamanna þar sem vegir til og frá höfuðborginni, að helstu náttúr perlum landsins, voru lokaðir. Margir tóku á það ráð að njóta óveðursins í miðborg Reykjavíkur og fá hreint íslenskt loft beint í fangið á gönguleiðinni meðfram Sæbraut og við Hörpuna. Sumir áttu þó í mestu vandræðum þegar öflugar hviður hrifu þá með sér. Náttúran sýndi listir sínar þegar þegar brimaldan skall á varnargörðum. Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu.Vísir/Stöð 2 „Við ætluðum að fara í bæinn og skoða hús en veðrið er hins vegar afar slæmt,“ sögðu feðgarnir Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu. „Við komum sérstaklega til að upplifa slæmt verður,“ sagði Mauricio Morales, frá Mexíkó.Virkilega? „Við ákváðum það og við vissum af storminum og rauðu viðvöruninni. Við vildum því endilega upplifa það,“ sagði Mauricio. „Ég hélt að veðrið yrði verra en það varð. En þetta er tilbreyting,“ sagði Pedro Santos Frá Portúgal. Mauricio Morales, frá Mexíkó og Magdalena Markiewicz, frá Póllandi.Vísir/Stöð 2 „Maður upplifir kraft náttúrunnar. Þetta er magnað,“ sagði Magdalena Markiewicz, frá PóllandiFinnst ykkur þá að svona vont veður sé heillandi?„Já, ég er frá Mexíkó. Ég sagði við konuna mína að við fengjum stundum fellibylji og alls konar furðulegt veður og því fannst mér áhugavert að upplifa slíkt á Íslandi,“ sagði Mauricio. „Vonandi verður betra veður á morgun svo við getum skoðað okkur um á þessari fallegu eyju, Íslandi,“ sagði Uli. Pedro Santos frá Portúgal.Vísir/Stöð 2 Fannst þér merkilegt að upplifa veðrið í morgun? „Já.Þetta er ný upplifun og ég var að spá í það hvenær færi að snjóa. Mig langaði að sjá snjó,“ sagði Pedro.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31 Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56 800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31
Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56
800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40