Lífið

Daði, Iva og Nína áfram í Söngvakeppninni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigurvegarar kvöldsins.
Sigurvegarar kvöldsins. Mynd/Mummi Lú

Gagnamagnið í flutningi Daða og Gagnamagnsins og Oculis Videre í flutningi Ivu og komust þau áfram í úrslitakeppni Söngvakeppninnar úr seinni undankeppninni fyrir Eurovision 2020. Dómnefnd sendi einnig Ekkó í flutningi Nínu áfram.

Lögin Gagnamagnið í flutningi Daða og Gagnamagnsins, Fellibylur með Hildu Völu, Oculis Videre í flutning Ivu, Ekkó í flutningi Nínu og Dreyma í flutningi Matta Matt, freistuðu þess að komast áfram í kvöld.

Úrslitakeppnin verður haldin í Laugardalshöll þann 29. febrúar.

Framkvæmdastjórn keppninnar hafði leyfi til að hleypa einu lagi áfram til viðbótar og nýtti þann möguleika í kvöld með því að senda Ekkó með Nínu einnig áfram.

Lögin Almyrki með Dimmu og Klukkan tifar með Ísold og Helgu eru þegar komin áfram í úrslitakeppnina og það verða því annað hvort fjögur eða fimm lög sem komast þangað. Lögin þrjú sem fóru áfram í kvöld bætast því í þeirra hóp og ljóst að eitt þessarra fimm laga verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.