Innlent

Gerir ekki athugasemd við að kannað verði hvort góð hugmynd sé að selja raforku til útlanda

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðarráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Vísir/vilhelm

Iðnaðarráðherra sér ekkert því til fyrirstöðu að það verði kannað hvort það sé góð hugmynd fyrir Íslendinga að selja raforku í gegnum sæstreng til annarra landa til þess að auka fjölbreytni og samkeppni í íslenskum raforkuiðnaði.

„Ég náttúrulega skildi það aldrei alveg, það samhengi hlutanna að það væri einhvers konar landráð að fara í útflutning í gegnum streng. Við erum í dag með útflutning í gegnum ál. Fyrir mér er það bara hagsmunamat og ég geri enga athugasemd við að það sé kannað hvort að hugsanlega það geti verið góð hugmynd fyrir Íslendinga að selja raforku til útlanda. Við gerum það bara í öðru formi í dag. Það er nú þannig að þessir strengir, það er ekki gefið að við séum bara að flytja orku út, heldur til dæmis í Noregi er hellingur af raforku flutt inn,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Víglínunni í dag.

Þar var hún gestur Heimis Más Péturssonar þar sem farið var yfir víðan völl, nýjustu tíðindi af álveri Rio Tinto í Straumsvík voru rædd og hvaða áhrif tíðindi síðustu viku muni hafa á þjóðarbúið voru rædd auk þess sem farið var yfir raforku- og nýsköpunarmál. Viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×