Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 13:04 Orrustuþota af gerðinni F-35. Vísir/Getty Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. Flugsveitin kemur hingað til lands nú í febrúar með fjórar F-35 orrustuþotur og mun dvelja hér í nokkrar vikur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi (e. Combined Air Operations Center). Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 20. til 29. febrúar. Loftrýmisgæslan verður í samræmi við loftrýmisáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland og fyrirkomulagið verður með sama hætti og áður, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Flugsveitin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að gert sé ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok mars. Í umfjöllun norska ríkissjónvarpsins NRK frá því um helgina kemur einmitt fram að verkefnið muni standa yfir í þrjár vikur. Þar er jafnframt greint frá því að Íslandsförin sé fyrsta verkefnið utan Noregs sem orrustuþoturnar sinna. Haft er eftir Ståle Nymoen, undirofursta við Ørland-flugstöðina, að flugsveitin verði með tvær flugvélar tilbúnar til flugtaks, óski NATO eftir því, til að fljúga til móts við flugför, e.t.v. ókunnug, sem koma inn í íslenska lofthelgi. Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia. Norski flugherinn sinnti síðar loftrýmisgæslu við Ísland árið 2016 en þá með F-16-orrustuþotum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Landhelgisgæslan Noregur Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. Flugsveitin kemur hingað til lands nú í febrúar með fjórar F-35 orrustuþotur og mun dvelja hér í nokkrar vikur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi (e. Combined Air Operations Center). Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 20. til 29. febrúar. Loftrýmisgæslan verður í samræmi við loftrýmisáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland og fyrirkomulagið verður með sama hætti og áður, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Flugsveitin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að gert sé ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok mars. Í umfjöllun norska ríkissjónvarpsins NRK frá því um helgina kemur einmitt fram að verkefnið muni standa yfir í þrjár vikur. Þar er jafnframt greint frá því að Íslandsförin sé fyrsta verkefnið utan Noregs sem orrustuþoturnar sinna. Haft er eftir Ståle Nymoen, undirofursta við Ørland-flugstöðina, að flugsveitin verði með tvær flugvélar tilbúnar til flugtaks, óski NATO eftir því, til að fljúga til móts við flugför, e.t.v. ókunnug, sem koma inn í íslenska lofthelgi. Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia. Norski flugherinn sinnti síðar loftrýmisgæslu við Ísland árið 2016 en þá með F-16-orrustuþotum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Landhelgisgæslan Noregur Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira