Innlent

Komst yfir myndefni af kynlífi hjóna á lokaðri vefsíðu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða á miðvikudaginn.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða á miðvikudaginn. Vísir/Egill

Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og kynferðisbrot. Brotin beindust gegn tveimur konum. Við ákvörðun refsingu leit dómurinn til þess að maðurinn átti ekki sakaferil að baki, játaði skýlaust frá fyrsta degi og var samvinnufús við rannsókn málsins.

Karlmaðurinn var ákærður fyrir brot gegn tveimur konum þann 8. maí árið 2018. Þeirri fyrri sendi hann á Messenger óumbeðið fjórar kynferðislegar ljósmyndir sem sýndu kynfæri karls og konu og samræði karls og konu. Hótaði hann að senda myndirnar á fleiri aðila.

Konan kannaðist við að myndirnar væru af henni og eiginmanni hennar. Karlmaðurinn hefði komist yfir þær á lokaðri vefsíðu. Í ákæru segir að hegðun karlmannsins hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi konunnar og valda henni ótta um heilbrigði og velferð sína.

Þá var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn annarri konu sem hann sendi sömu myndir á Messenger. Myndunum fylgdu niðrandi skilaboð. Var háttsemi hans til þess fallin að særa blygðunarsemi konunnar.

Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar að hegðunin var smánandi í garð kvennanna tvegga.

Fjögurra mánaða skilorðsbundinn dómur þótti hæfileg refsing en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða í síðustu viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×