Lífið

Ómar fer yfir kosti þess að fasta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ómar starfar sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Ómar starfar sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður Ómar Ágústsson er nokkuð fróður um föstur og mætti hann á dögunum í Brennsluna á FM957 til að fara yfir kosti þess að fasta.

Það virðist vera komið í tísku hjá Íslendingum að fasta og margir gera það til að mynda í 16 klukkustundir á hverjum degi. Sumir fasta einnig í heilu sólahringana.

„Það eru rosalega margar hliðar á föstum og mjög mismunandi hver tilgangurinn er með föstu,“ segir Ómar.

„Ef tilgangurinn er að létta sig og borða færri kaloríur þá getur maður verið að fá sér boozt og smá næringu inn á milli. Svo eru lotuföstur og þá ert þú í raun að lengja gluggann þar sem þú ert ekki að borða og það er eitthvað sem meltingin og kerfið hefur gott af, að vera ekki alltaf að borða og fá smá hvíld. Líka til að vinna úr næringunni almennilega.“

Ómar tekur sjálfur stundum allt upp í þriggja sólahringa föstur.

„Ég borða engan mat og drekk bara vatn og leyfi mér kaffi. Ef þú tekur svona alveg pásu þá breytast efnaskiptin í líkamanum. Þú tekur engin kolvetni inn, þá tæmast blóðsykursbirgðirnar sem líkaminn geymir og hann þarf að skipta um orkugjafa,“ segir Ómar.

Þá fer líkaminn að sækja orku í fitu. Í raun það sem gerist þegar fólk er á keto mataræðinu.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.