Lífið

Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020 verða kynntar í beinni útsendingu í dag.
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020 verða kynntar í beinni útsendingu í dag. Mynd/Íslensku tónlistarverðlaunin

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020 verða kynntar í Kornhlöðunni í dag. Viðburðurinn hefst klukkan 16 og verður sýnt frá honum í beinni útsendingu hér á Vísi. Verðlaunin verða svo veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 11. mars.

Það er Samtónn sem stendur að baki Íslensku tónlistarverðlaununum en aðilar að Samtóni eru STEF - Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, Tónskáldafélag Íslands, Félag tónskálda og textahöfunda, SFH-Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda auk aðildarfélaga. Tilgangur Samtóns er að vinna að sameiginlegum hagsmunum og styrkja stöðu höfunda, flytjenda, framleiðenda og annarra rétthafa að tónlist. Samtónn kemur fram sameiginlega fyrir hönd íslenskra rétthafa og tónlistarfólks.

Útsendingu frá viðburðinum má nálgast hér að neðan, en hún hefst klukkan 16:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×