„Það er svo margt sem við ræðum ekki sem við þurfum að ræða“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 15:30 Fyrsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar fór í loftið á Vísi í dag. Umsjónarkona þáttanna er Andrea Eyland. Vísir/Vilhelm „Mér finnst konurnar alltaf verða meðvitaðri og meðvitaðri um hvað þær vilja gera og þær eru opnari um að segja frá sinni reynslu,“ segir Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir, en hún var gestur í fyrsta þætti af hlaðvarpinu Kviknar sem fór í loftið á Vísi í dag. Kviknar er sprottið út frá samnefndri bók, sjónvarpsþáttunum Líf kviknar og einnig Instagram aðganginum Kviknar, sem er orðið eins og samfélag fyrir foreldra og verðandi foreldra. Hafdís fagnar umræðunni á Instagram og segir að þetta hafi breyst til hins betra síðustu ár. „Nú má segja typpi og píkur og ríða og bara allt,“ segir Hafdís og viðurkennir að hún hafi verið pempía sjálf áður en hún byrjaði að vinna með Andreu fyrir 15 árum síðan. „Konur að tala um að pissa og kúka í fæðingum og allt þetta sem enginn þorði að segja. Að þeim líði svona og svona og maður bara, vá, þetta er mjög gott. Það er bara mjög gott að hafa þessa umræðu opna fyrir þá sem þola hana, hinir geta bara sleppt því að fara þarna inn sko. En þetta er ekkert dónalegt, þetta er bara mannlegt og ég ber virðingu fyrir öllum þessum konum.“ Andrea fær sendar margar reynslusögur sem hún birtir svo, flestar nafnlaust, á Instagram síðu Kviknar. Hafdís segir aðdáunarvert hvað foreldrar deili á einlægan hátt sinni reynslu, tilfinningum, vandamálum, hamingju, kvíða, sorg og svo framvegis. Aðrir tengja svo við þetta og jafnvel þora þá að opna sig um eigin reynslu og upplifun.Fyrsta þáttinn af hlaðvarpinu Kviknar má finna í spilaranum hér að neðan. Tilfinningalegur rússíbani Grafíski hönnuðurinn Þorleifur Kamban, kærasti og barnsfaðir Andreu, vann með henni bókina og þættina. Hann var annar gestur Andreu í fyrsta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Þar fóru þau meðal annars yfir upplifun sinni af fæðingum drengjanna tveggja sem þau eiga saman. Samtals eiga þau átta börn, þar sem þau bæði áttu þrjú börn fyrir þegar þau kynntust árið 2016. „Þetta var tilfinningalegur rússíbani,“ segir Þorleifur um fyrri fæðinguna, en þau höfðu ákveðið heimafæðingu. Nokkur barnanna þeirra voru á staðnum auk mæðra þeirra og föður Andreu. Einnig voru þar ljósmæður og Aldís Pálsdóttir ljósmyndari, sem myndaði fæðinguna og hlaut hún meðal annars verðlaun fyrir mynd úr þeirri myndaröð. „Við vorum öll saman og það var mikið hlegið og það var grátið.“ Parið fór á námskeið á meðgöngunni og notuðu til dæmis haföndun til að komast í gegnum fæðinguna. Andrea segir að Þorleifur hafi minnt sig á að líta á sig sem farveg lífsins. „Þessi haföndun sem Auður kennir er stórkostlegt tæki til þess að komast í gegnum fæðingu. Það allavega sakar ekki að fara í gegnum fæðingu með því hugarfari að þig langi til að anda barninu út. Þú minntir mig á það á þessum tólf tímum, í hvert skipti sem ég datt út og missti stjórn, leið eins og ég væri að missa tökin og verkirnir að taka yfir. Þá andaðir þú í eyrað á mér, sem þú sem betur fer ert ekkert daglega mikið að gera,“ segir Andrea og hlær. „Þarna fannst mér það ótrúlega mikilvægt, að finna þig minna mig á að taka aftur fæðinguna.“ Fæðingin gekk erfiðlega undir lokin og enduðu þau uppi á Landspítala þar sem drengurinn fæddist nokkrum mínútum síðar. Söguna í heild sinni má finna í hlaðvarpinu hér að ofan. Andrea Eyland og Þorleifur Kamban ætla að gera alþjóðlega þáttaröð byggða á þáttunum Líf kviknar og Líf dafnar. Þau munu ferðast um heiminn og taka viðtal við foreldra og spyrja alla sömu spurninganna. Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tala og spyrja spurninga Þriðji gestur Andreu í þessum fyrsta þætti af Kviknar, er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Sigríður Þóra leikstýrði þáttunum Líf kviknar, sem byggðir voru á bókinni Kviknar og var valinn Mannlífsþáttur ársins á Eddunni. Sjálfstætt framhald af þáttunum, sem munu heita Líf dafnar, verða sýndir á Stöð 2 á næsta ári. „Það er svo margt sem þarf að ræða. Það er svo margt sem við ræðum ekki sem við þurfum að ræða, sem er svo mikilvægt að tala um,“ segir Sigríður Þóra. Hún á sjálf 16 mánaða dreng og segir að allt of margir foreldrar sitji heima með slæma líðan sína án þess að ræða hana. Að hennar mati ætti frekar að tala um fæðingarorlof sem barneignarleyfi, þar sem þetta sé alls ekki neitt orlof. „Við förum nefnilega ekki á námskeið í því hvernig við eigum að eignast börn eða hvað maður eigi að gera við þessi börn þegar þau eru komin,“ segir Andrea. Hún segir því mikilvægt fyrir fólk að spyrja og læra af öðrum. „Feta sig áfram, dag fyrir dag.“ Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir segir að fólk þurfi menntun og reynslu til að fá stór störf, en það vanti oft eitthvað, einhvern undirbúning, áður en fólk tæklar foreldrahlutverkið í fyrsta skipti.Vísir/Vilhelm Kviknar mun birtast á Vísi aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins og hver þáttur hefur sitt þema. Hlaðvarpið fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hlaðvarpið Kviknar fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Tengdar fréttir Hlaðvarpið Kviknar: „Mikilvægt að ná til foreldra með öllum mögulegum leiðum“ Fyrsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar kemur á Vísi í þessari viku. 17. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
„Mér finnst konurnar alltaf verða meðvitaðri og meðvitaðri um hvað þær vilja gera og þær eru opnari um að segja frá sinni reynslu,“ segir Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir, en hún var gestur í fyrsta þætti af hlaðvarpinu Kviknar sem fór í loftið á Vísi í dag. Kviknar er sprottið út frá samnefndri bók, sjónvarpsþáttunum Líf kviknar og einnig Instagram aðganginum Kviknar, sem er orðið eins og samfélag fyrir foreldra og verðandi foreldra. Hafdís fagnar umræðunni á Instagram og segir að þetta hafi breyst til hins betra síðustu ár. „Nú má segja typpi og píkur og ríða og bara allt,“ segir Hafdís og viðurkennir að hún hafi verið pempía sjálf áður en hún byrjaði að vinna með Andreu fyrir 15 árum síðan. „Konur að tala um að pissa og kúka í fæðingum og allt þetta sem enginn þorði að segja. Að þeim líði svona og svona og maður bara, vá, þetta er mjög gott. Það er bara mjög gott að hafa þessa umræðu opna fyrir þá sem þola hana, hinir geta bara sleppt því að fara þarna inn sko. En þetta er ekkert dónalegt, þetta er bara mannlegt og ég ber virðingu fyrir öllum þessum konum.“ Andrea fær sendar margar reynslusögur sem hún birtir svo, flestar nafnlaust, á Instagram síðu Kviknar. Hafdís segir aðdáunarvert hvað foreldrar deili á einlægan hátt sinni reynslu, tilfinningum, vandamálum, hamingju, kvíða, sorg og svo framvegis. Aðrir tengja svo við þetta og jafnvel þora þá að opna sig um eigin reynslu og upplifun.Fyrsta þáttinn af hlaðvarpinu Kviknar má finna í spilaranum hér að neðan. Tilfinningalegur rússíbani Grafíski hönnuðurinn Þorleifur Kamban, kærasti og barnsfaðir Andreu, vann með henni bókina og þættina. Hann var annar gestur Andreu í fyrsta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Þar fóru þau meðal annars yfir upplifun sinni af fæðingum drengjanna tveggja sem þau eiga saman. Samtals eiga þau átta börn, þar sem þau bæði áttu þrjú börn fyrir þegar þau kynntust árið 2016. „Þetta var tilfinningalegur rússíbani,“ segir Þorleifur um fyrri fæðinguna, en þau höfðu ákveðið heimafæðingu. Nokkur barnanna þeirra voru á staðnum auk mæðra þeirra og föður Andreu. Einnig voru þar ljósmæður og Aldís Pálsdóttir ljósmyndari, sem myndaði fæðinguna og hlaut hún meðal annars verðlaun fyrir mynd úr þeirri myndaröð. „Við vorum öll saman og það var mikið hlegið og það var grátið.“ Parið fór á námskeið á meðgöngunni og notuðu til dæmis haföndun til að komast í gegnum fæðinguna. Andrea segir að Þorleifur hafi minnt sig á að líta á sig sem farveg lífsins. „Þessi haföndun sem Auður kennir er stórkostlegt tæki til þess að komast í gegnum fæðingu. Það allavega sakar ekki að fara í gegnum fæðingu með því hugarfari að þig langi til að anda barninu út. Þú minntir mig á það á þessum tólf tímum, í hvert skipti sem ég datt út og missti stjórn, leið eins og ég væri að missa tökin og verkirnir að taka yfir. Þá andaðir þú í eyrað á mér, sem þú sem betur fer ert ekkert daglega mikið að gera,“ segir Andrea og hlær. „Þarna fannst mér það ótrúlega mikilvægt, að finna þig minna mig á að taka aftur fæðinguna.“ Fæðingin gekk erfiðlega undir lokin og enduðu þau uppi á Landspítala þar sem drengurinn fæddist nokkrum mínútum síðar. Söguna í heild sinni má finna í hlaðvarpinu hér að ofan. Andrea Eyland og Þorleifur Kamban ætla að gera alþjóðlega þáttaröð byggða á þáttunum Líf kviknar og Líf dafnar. Þau munu ferðast um heiminn og taka viðtal við foreldra og spyrja alla sömu spurninganna. Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tala og spyrja spurninga Þriðji gestur Andreu í þessum fyrsta þætti af Kviknar, er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Sigríður Þóra leikstýrði þáttunum Líf kviknar, sem byggðir voru á bókinni Kviknar og var valinn Mannlífsþáttur ársins á Eddunni. Sjálfstætt framhald af þáttunum, sem munu heita Líf dafnar, verða sýndir á Stöð 2 á næsta ári. „Það er svo margt sem þarf að ræða. Það er svo margt sem við ræðum ekki sem við þurfum að ræða, sem er svo mikilvægt að tala um,“ segir Sigríður Þóra. Hún á sjálf 16 mánaða dreng og segir að allt of margir foreldrar sitji heima með slæma líðan sína án þess að ræða hana. Að hennar mati ætti frekar að tala um fæðingarorlof sem barneignarleyfi, þar sem þetta sé alls ekki neitt orlof. „Við förum nefnilega ekki á námskeið í því hvernig við eigum að eignast börn eða hvað maður eigi að gera við þessi börn þegar þau eru komin,“ segir Andrea. Hún segir því mikilvægt fyrir fólk að spyrja og læra af öðrum. „Feta sig áfram, dag fyrir dag.“ Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir segir að fólk þurfi menntun og reynslu til að fá stór störf, en það vanti oft eitthvað, einhvern undirbúning, áður en fólk tæklar foreldrahlutverkið í fyrsta skipti.Vísir/Vilhelm Kviknar mun birtast á Vísi aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins og hver þáttur hefur sitt þema. Hlaðvarpið fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hlaðvarpið Kviknar fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Tengdar fréttir Hlaðvarpið Kviknar: „Mikilvægt að ná til foreldra með öllum mögulegum leiðum“ Fyrsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar kemur á Vísi í þessari viku. 17. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Hlaðvarpið Kviknar: „Mikilvægt að ná til foreldra með öllum mögulegum leiðum“ Fyrsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar kemur á Vísi í þessari viku. 17. febrúar 2020 11:30