Vildi sjá heiminn áður en hún yrði blind Andri Eysteinsson skrifar 2. febrúar 2020 15:15 Ruth og Auðun búa í húsbíl Stöð 2 „Þegar ég var 12 ára þá greindist ég með augnsjúkdóm sem var ekkert auðvelt að lækna,” segir Ruth Margrét Friðriksdóttir sem flutti af landi brott ásamt eiginmanni sínum, Auðuni Daníelssyni, þann 14. júní 2018. Rut og Auðun eru viðmælendur Lóu Pind í veglegum lokaþætti af Hvar er best að búa? í kvöld. „Mér var sagt að það gæti gerst að ég yrði blind,” segir Ruth en það var þá sem ferðabakterían kviknar í brjósti hennar. Þess vegna og af ýmsum fleiri ástæðum ákváðu Ruth og Auðun að stíga óvanalegt skref árið 2018. Þau losuðu sig við nánast allar sínar veraldlegu eigur, keyptu sendiferðabíl, innréttuðu hann sjálf og þann 14. júní sigldu þau með Norrænu af stað út í óvissuna. Þau voru flutt í húsbílinn sinn og ætluðu að búa í honum og flakka um heiminn um ókomna tíð. Í myndskeiðinu sem hér fylgir er brot úr þættinum þar se Ruth lýsir því nánar hvernig ferðabakterían vaknaði. Fylgjast má með ferðlaginu þeirra á Instagramreikningnum þeirra: @vanlifevikings. Lóa Pind heimsótti þau hjónin ásamt myndatökumönnum í Sölden í Austurríki, þar sem þau höfðu vetrarsetu til að safna pening, og svo aftur þremur mánuðum síðar þegar þau voru komin á flakk í húsbílnum og dvöldu í Pýreneafjöllum í Suður-Frakklandi. Afraksturinn af þessum heimsóknum má sjá í veglegum lokaþætti af “Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Þar með lýkur þessari 8 þátta seríu þar sem Lóa Pind heimsótti fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn þessa þáttar eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
„Þegar ég var 12 ára þá greindist ég með augnsjúkdóm sem var ekkert auðvelt að lækna,” segir Ruth Margrét Friðriksdóttir sem flutti af landi brott ásamt eiginmanni sínum, Auðuni Daníelssyni, þann 14. júní 2018. Rut og Auðun eru viðmælendur Lóu Pind í veglegum lokaþætti af Hvar er best að búa? í kvöld. „Mér var sagt að það gæti gerst að ég yrði blind,” segir Ruth en það var þá sem ferðabakterían kviknar í brjósti hennar. Þess vegna og af ýmsum fleiri ástæðum ákváðu Ruth og Auðun að stíga óvanalegt skref árið 2018. Þau losuðu sig við nánast allar sínar veraldlegu eigur, keyptu sendiferðabíl, innréttuðu hann sjálf og þann 14. júní sigldu þau með Norrænu af stað út í óvissuna. Þau voru flutt í húsbílinn sinn og ætluðu að búa í honum og flakka um heiminn um ókomna tíð. Í myndskeiðinu sem hér fylgir er brot úr þættinum þar se Ruth lýsir því nánar hvernig ferðabakterían vaknaði. Fylgjast má með ferðlaginu þeirra á Instagramreikningnum þeirra: @vanlifevikings. Lóa Pind heimsótti þau hjónin ásamt myndatökumönnum í Sölden í Austurríki, þar sem þau höfðu vetrarsetu til að safna pening, og svo aftur þremur mánuðum síðar þegar þau voru komin á flakk í húsbílnum og dvöldu í Pýreneafjöllum í Suður-Frakklandi. Afraksturinn af þessum heimsóknum má sjá í veglegum lokaþætti af “Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Þar með lýkur þessari 8 þátta seríu þar sem Lóa Pind heimsótti fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn þessa þáttar eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira