Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2020 14:24 Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Á reikningi sem gefinn var út vegna stólanna kom fram að varan væri eign söluaðila þangað til að hún væri að fullu greidd. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með 50 prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir.Bitter lýsti í framhaldinu almennri kröfu í þrotabú Skelfiskmarkaðarins og nam hún 18,8 milljónum, að teknu tilliti til heildarinnborgana og frádregnum kreditreikningum að virði 6,7 milljóna, að mestu leyti vegna stólanna sem teknir höfðu verið til baka. Taldi ráðstöfunina skerða greiðslugetu þrotabúsins Skiptastjóri þrotabúsins taldi hins vegar að um ólögmæta ráðstöfun hafi verið að ræða og hafnaði hann skýringum forsvarsmanna verslunarinnar. Krafðist hann því að stólunum yrði skilað eða Bitter myndi greiða þrotabúinu virði þeirra. Ekki náðist samkomulag á milli deiluaðila og fór málið því fyrir dóm.Vildi skiptastjóri meina að umrædd ráðstöfun og greiðsla með stólunum hafi í senn verulega skert greiðslugetu þrotabúsins og möguleika annarra kröfuhafa til að fá fullnustu krafna sinna úr þrotabúinu. Þannig hafi Bitter ehf. með móttöku stólanna og útgáfu kreditreikningsis fengið fullnægt 6,7 milljón króna greiðslu upp í eigin kröfu á hendur búinu og um leið mismunað öðrum kröfuhöfum, en það stríði gegn meginreglu gjaldþrotaskiptaréttar um jafnræði kröfuhafa.Málsvörn Bitter ehf. beindist einkum að því að ekki hafi verið um ráðstöfun þrotamanns að ræða. Ítrekað hafi komið fram að menn á vegum félagsins hafi sjálfir sótt umrædda stóla og hafi sú afhending ekki verið fyrir atbeina fyrirsvarsmanna Skelfiskmarkaðarins.Féllst héraðsdómur á málatilbúnað þrotabúsins en í dómi héraðsdóms segir að sú ráðstöfun sem fólst í afhendingu á stólunum til Bitter ehf nokkrum dögum fyrir frestdag 29. mars 2019 verði talin greiðsla upp í skuld hins gjaldþrota félags við Bitter ehf. Því bæri að fallast á riftunarkröfu þrotabúsins, auk þess sem að tjón þrotabúsins var metið 6,7 milljónir króna, eða það sama og stólarnir voru metnir á þegar þeir voru teknir upp í skuld.Þarf Bitter ehf, því að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir króna, auk 1,6 milljóna króna í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Á reikningi sem gefinn var út vegna stólanna kom fram að varan væri eign söluaðila þangað til að hún væri að fullu greidd. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með 50 prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir.Bitter lýsti í framhaldinu almennri kröfu í þrotabú Skelfiskmarkaðarins og nam hún 18,8 milljónum, að teknu tilliti til heildarinnborgana og frádregnum kreditreikningum að virði 6,7 milljóna, að mestu leyti vegna stólanna sem teknir höfðu verið til baka. Taldi ráðstöfunina skerða greiðslugetu þrotabúsins Skiptastjóri þrotabúsins taldi hins vegar að um ólögmæta ráðstöfun hafi verið að ræða og hafnaði hann skýringum forsvarsmanna verslunarinnar. Krafðist hann því að stólunum yrði skilað eða Bitter myndi greiða þrotabúinu virði þeirra. Ekki náðist samkomulag á milli deiluaðila og fór málið því fyrir dóm.Vildi skiptastjóri meina að umrædd ráðstöfun og greiðsla með stólunum hafi í senn verulega skert greiðslugetu þrotabúsins og möguleika annarra kröfuhafa til að fá fullnustu krafna sinna úr þrotabúinu. Þannig hafi Bitter ehf. með móttöku stólanna og útgáfu kreditreikningsis fengið fullnægt 6,7 milljón króna greiðslu upp í eigin kröfu á hendur búinu og um leið mismunað öðrum kröfuhöfum, en það stríði gegn meginreglu gjaldþrotaskiptaréttar um jafnræði kröfuhafa.Málsvörn Bitter ehf. beindist einkum að því að ekki hafi verið um ráðstöfun þrotamanns að ræða. Ítrekað hafi komið fram að menn á vegum félagsins hafi sjálfir sótt umrædda stóla og hafi sú afhending ekki verið fyrir atbeina fyrirsvarsmanna Skelfiskmarkaðarins.Féllst héraðsdómur á málatilbúnað þrotabúsins en í dómi héraðsdóms segir að sú ráðstöfun sem fólst í afhendingu á stólunum til Bitter ehf nokkrum dögum fyrir frestdag 29. mars 2019 verði talin greiðsla upp í skuld hins gjaldþrota félags við Bitter ehf. Því bæri að fallast á riftunarkröfu þrotabúsins, auk þess sem að tjón þrotabúsins var metið 6,7 milljónir króna, eða það sama og stólarnir voru metnir á þegar þeir voru teknir upp í skuld.Þarf Bitter ehf, því að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir króna, auk 1,6 milljóna króna í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31