Innlent

Annar drengjanna sem bjargað var úr Hafnar­fjarðar­höfn kominn heim

Sylvía Hall skrifar
Tveir drengir voru fluttur á gjörgæsludeild eftir slysið. Annar þeirra var í kjölfarið fluttur á Barnaspítala Hringsins og hefur hann nú verið útskrifaður.
Tveir drengir voru fluttur á gjörgæsludeild eftir slysið. Annar þeirra var í kjölfarið fluttur á Barnaspítala Hringsins og hefur hann nú verið útskrifaður. Vísir/Vilhelm

Annar drengjanna sem fluttir voru á gjörgæsludeild eftir að bíll fór í Hafnarfjarðarhöfn er kominn heim til sín. Þrír voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar.

Þetta staðfestir Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum, í samtali við Fréttablaðið.

Einn drengjanna var á grunnskólaaldri og tveir á framhaldsskólaaldri. Einn komst af sjálfsdáðum úr bílnum en hinum tveimur var bjargað af köfurum sem voru kallaðir á vettvang.

Sá sem komst sjálfur út úr bílnum var útskrifaður af Landspítalanum sömu helgi og slysið varð en hinir tveir lagðir inn á gjörgæsludeild Landspítalans. Sá sem er kominn heim var svo fluttur á Barnaspítala Hringsins viku seinna.

Rósa Kristjánsdóttir segir foreldra piltanna gríðarlega þakkláta fyrir þá samkennd og þann stuðning sem samfélagið hefur sýnt fjölskyldum þeirra á þessum erfiðu tímum.


Tengdar fréttir

Hafnarfjarðarkirkja þéttsetin eftir slysið

Hafnarfjarðarkirkja var þéttsetin nú undir kvöld þegar fram fór bænastund vegna drengjanna þriggja, sem slösuðust þegar bíll þeirra fór út af í Hafnafjarðarhöfn í gærkvöld. Tveir drengjanna liggja á gjörgæslu og er ástand þeirra sagt alvarlegt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×