Innlent

Annar piltanna sem bjargað var úr Hafnar­fjarðar­höfn fluttur af gjör­gæslu

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Hafnarfjarðarhöfn þegar verið var að hífa bílinn upp.
Frá Hafnarfjarðarhöfn þegar verið var að hífa bílinn upp. vefmyndavél Hafnarfjarðarhafnar

Annar piltanna, sem lagðir voru inn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa farið í Hafnarfjarðarhöfn, hefur verið færður á Barnaspítala Hringsins. Hinn pilturinn er enn á gjörgæsludeild.

Þrír voru í jepplingi sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar síðastliðinn. Einn þeirra komst út af sjálfsdáðum en hinum tveimur var bjargað af köfurum sem komu ýmist frá Landhelgisgæslunni, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og ríkislögreglustjóra.

Sá sem komst úr bílnum sjálfur var útskrifaður af Landspítalanum um síðastliðna helgi. Hinir tveir voru lagðir inn á gjörgæsludeild. Þurfti að beita kælimeðferð á piltana tvo en annar þeirra var fluttur af gjörgæsludeild yfir á Barnaspítala Hringsins á fimmtudag. Sá þriðji er enn á gjörgæsludeild.

Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum, segir í samtali við fréttastofu að foreldrar piltanna séu gríðarlega þakklátir fyrir þá samkennd og þann stuðning sem samfélagið hefur sýnt fjölskyldum þeirra á þessum erfiðu tímum.

Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en mikil hálka var þegar slysið varð. Hafnarsvæðið er vaktað með myndavélum og hefur lögreglan fengið aðgang að myndefni úr þeim.


Tengdar fréttir

Hafnarfjarðarkirkja þéttsetin eftir slysið

Hafnarfjarðarkirkja var þéttsetin nú undir kvöld þegar fram fór bænastund vegna drengjanna þriggja, sem slösuðust þegar bíll þeirra fór út af í Hafnafjarðarhöfn í gærkvöld. Tveir drengjanna liggja á gjörgæslu og er ástand þeirra sagt alvarlegt.

Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði

Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×