Er Suðurland ekki hluti af landsbyggðinni? 8. febrúar 2020 12:30 Eva Björk Harðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi gefa ekki mikið fyrir nýja skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um „Eflingu starfsemi stofnana sjávarútvegs og landbúnaðar á landsbyggðinni fram til ársins 2025“, því þar er ekki minnst á Suðurland í einu orði. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga tók skýrsluna fyrir á fundi um miðjan janúar og varð fyrir vonbrigðum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um fjölgun starfa á landsbyggðinni fram til ársins 2025 en þar er hvergi talað um fjölgun starfa á Suðurlandi. Á svæðinu eru 15 sveitarfélag og íbúarnir eru um 30 þúsund. Eva Björk Harðardóttir er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Mig grunar að ríkið telji það að Suðurland sé að tikka í einhver box og því sé hægt að setja það svolítið til hliðar en við erum að glíma við sömu vandamál og allt landið. Það eru sömu vandamálin í sjávarútvegi á Suðurlandi eins og annars staðar. Landbúnaðurinn er að glíma við sömu vandamál og ferðaþjónustan er að glíma við mjög mikil vandamál en á sama tíma erum við að horfa á innviðina hjá okkur að sligast. Íslendingunum fjölgar ekki að sama skapi og útlendingum. Við erum svolítið í varnarbaráttu og það er komin þreyta í okkar helstu innviði“, segir Eva. Eva Björk er oddviti Skaftárhrepps, ásamt því að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn Eva Björk heldur að sveitarfélögin á Suðurlandi líði fyrir það að vera eins nálægt höfuðborgarsvæðinu og raun ber vitni. „Já, ég er svolítið hrædd um það, við köllum á samtal því það er ekki svo. Suðurlandið er stærra heldur en Hveragerði, Árborg og Ölfus, við erum að tala um fimmtán sveitarfélög og 375 kílómetra loftlínu austur, þannig að þetta er ekki, þarna er verið að bera saman epli og appelsínur“. Eva Björk segir að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafi skrifað bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og óskað eftir formlegum skýringum á því af hverju Suðurland er hvergi nefnt á nafn í nýju skýrslu ráðuneytisins. Í því sambandi áréttar Eva Björk að landshlutinn sé hluti af landsbyggðinni og þar þurfi nauðsynlega að fjölga opinberum störfum líkt og í öðrum landshlutum. Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi gefa ekki mikið fyrir nýja skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um „Eflingu starfsemi stofnana sjávarútvegs og landbúnaðar á landsbyggðinni fram til ársins 2025“, því þar er ekki minnst á Suðurland í einu orði. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga tók skýrsluna fyrir á fundi um miðjan janúar og varð fyrir vonbrigðum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um fjölgun starfa á landsbyggðinni fram til ársins 2025 en þar er hvergi talað um fjölgun starfa á Suðurlandi. Á svæðinu eru 15 sveitarfélag og íbúarnir eru um 30 þúsund. Eva Björk Harðardóttir er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Mig grunar að ríkið telji það að Suðurland sé að tikka í einhver box og því sé hægt að setja það svolítið til hliðar en við erum að glíma við sömu vandamál og allt landið. Það eru sömu vandamálin í sjávarútvegi á Suðurlandi eins og annars staðar. Landbúnaðurinn er að glíma við sömu vandamál og ferðaþjónustan er að glíma við mjög mikil vandamál en á sama tíma erum við að horfa á innviðina hjá okkur að sligast. Íslendingunum fjölgar ekki að sama skapi og útlendingum. Við erum svolítið í varnarbaráttu og það er komin þreyta í okkar helstu innviði“, segir Eva. Eva Björk er oddviti Skaftárhrepps, ásamt því að vera formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn Eva Björk heldur að sveitarfélögin á Suðurlandi líði fyrir það að vera eins nálægt höfuðborgarsvæðinu og raun ber vitni. „Já, ég er svolítið hrædd um það, við köllum á samtal því það er ekki svo. Suðurlandið er stærra heldur en Hveragerði, Árborg og Ölfus, við erum að tala um fimmtán sveitarfélög og 375 kílómetra loftlínu austur, þannig að þetta er ekki, þarna er verið að bera saman epli og appelsínur“. Eva Björk segir að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafi skrifað bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og óskað eftir formlegum skýringum á því af hverju Suðurland er hvergi nefnt á nafn í nýju skýrslu ráðuneytisins. Í því sambandi áréttar Eva Björk að landshlutinn sé hluti af landsbyggðinni og þar þurfi nauðsynlega að fjölga opinberum störfum líkt og í öðrum landshlutum.
Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira