Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Sylvía Hall skrifar 16. ágúst 2020 12:28 Þórdís Kolbrún segir hópinn sem hittist í gær hafa hugað að sóttvarnareglum. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun þar sem Þórdís var sögð hafa verið á vinkonudjammi, sem hún segir ekki rétt. Hún hafi átt góðan dag en eftir á að hyggja hefði verið einfaldara að vera ekki með þeim. Að sögn Þórdísar eyddu vinkonurnar deginum saman í miðbæ Reykjavíkur og borðuðu saman kvöldmat. Líkt og aðrir vinahópar hafi þær verið saman á borði en virt þær ráðstafanir sem gerðar voru á stöðunum. Skjáskot af myndunum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem fólk gagnrýnir skort á tveggja metra fjarlægðarmörkum.Skjáskot/aðsend Hópurinn birti myndir frá deginum á Instagram þar sem þær sitja þétt saman fyrir myndatöku. Myndirnar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og hefur ráðherrann verið gagnrýndur fyrir að huga ekki að tveggja metra reglunni. Í samtali við Vísi segir Þórdís hópinn hafa verið mjög meðvitaðan um sóttvarnarreglur og einstaklingsbundnar smitvarnir. Þær geri sér grein fyrir því að þær búi ekki í sama húsi og þurfi að gæta að öllu slíku. Þórdís hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hún ítrekar að þeir staðir sem hópurinn sótti fylgdu tilmælum yfirvalda hvað varðar sóttvarnir. „Eftir sundferð okkar fjölskyldunnar í gær eins og aðra daga hitti ég vinkonur á veitingastað í hádeginu í gær sem passaði allar reglur en við sátum saman á borði eins og vinir gera sem borða saman. Starfsfólk var með grímur og tveggja metra regla tryggð gagnvart ótengdum aðilum á staðnum,“ skrifar Þórdís. Þær hafi svo í kjölfarið farið í verslanir í miðbænum og gengið niður Laugaveginn. „Eins og fleiri gerðu á góðviðris degi.“ Hún segir alrangt að tala um hitting vinkvennanna sem djamm. Þær hafi borðað saman kvöldmat og Þórdís hafi sjálf verið komin heim um miðnætti. Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun þar sem Þórdís var sögð hafa verið á vinkonudjammi, sem hún segir ekki rétt. Hún hafi átt góðan dag en eftir á að hyggja hefði verið einfaldara að vera ekki með þeim. Að sögn Þórdísar eyddu vinkonurnar deginum saman í miðbæ Reykjavíkur og borðuðu saman kvöldmat. Líkt og aðrir vinahópar hafi þær verið saman á borði en virt þær ráðstafanir sem gerðar voru á stöðunum. Skjáskot af myndunum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem fólk gagnrýnir skort á tveggja metra fjarlægðarmörkum.Skjáskot/aðsend Hópurinn birti myndir frá deginum á Instagram þar sem þær sitja þétt saman fyrir myndatöku. Myndirnar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og hefur ráðherrann verið gagnrýndur fyrir að huga ekki að tveggja metra reglunni. Í samtali við Vísi segir Þórdís hópinn hafa verið mjög meðvitaðan um sóttvarnarreglur og einstaklingsbundnar smitvarnir. Þær geri sér grein fyrir því að þær búi ekki í sama húsi og þurfi að gæta að öllu slíku. Þórdís hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hún ítrekar að þeir staðir sem hópurinn sótti fylgdu tilmælum yfirvalda hvað varðar sóttvarnir. „Eftir sundferð okkar fjölskyldunnar í gær eins og aðra daga hitti ég vinkonur á veitingastað í hádeginu í gær sem passaði allar reglur en við sátum saman á borði eins og vinir gera sem borða saman. Starfsfólk var með grímur og tveggja metra regla tryggð gagnvart ótengdum aðilum á staðnum,“ skrifar Þórdís. Þær hafi svo í kjölfarið farið í verslanir í miðbænum og gengið niður Laugaveginn. „Eins og fleiri gerðu á góðviðris degi.“ Hún segir alrangt að tala um hitting vinkvennanna sem djamm. Þær hafi borðað saman kvöldmat og Þórdís hafi sjálf verið komin heim um miðnætti.
Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira