Virtu ekki heimkomusmitgát og reyndust smituð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2020 19:07 Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir stikkprufur hafa sannað gildi sitt í málinu. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þurfti í gær að hafa uppi á einstaklingum úr 13 manna hópi sem kom hingað til lands í fyrradag. Einstaklingarnir sem um ræðir viðhöfðu ekki heimkomusmitgát og reyndust sjö þeirra smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfesti Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Allur hópurinn kom hingað til lands á fimmtudag í gegn um öruggt land, en höfðu dvalist í óöruggu landi innan við 14 dögum fyrir komuna hingað til lands. Þetta kom í ljós við stikkprufu sem landamæraverðir gerðu þegar fólkið kom hingað til lands. Því fór fólkið í sýnatöku og átti í kjölfarið að viðhafa heimkomusmitgát áður en seinni sýnataka færi fram. Jóhann segir að við handahófskennt eftirlit hafi komið í ljós að ekki hafi öll úr hópnum haldið sig þar sem heimkomusmitgátin átti að fara fram. Þó hafi náðst fljótt í öll sem áttu hlut að máli. Hann segir ekki liggja fyrir hvort ásetningur eða misskilningur olli því að heimkomusmitgát var ekki viðhöfð. Jóhann segir málið þá sýna fram á virkni þess að framkvæma stikkprufur á ferðamönnum sem koma hingað til lands, einkum og sér í lagi í ljósi þeirra reglna sem taka gildi næstkomandi miðvikudag. Þá verður öllum sem koma til landsins að fara í sýnatöku, fjögurra til fimm daga sóttkví og svo aftur í sýnatöku. Ljóst er að ekki verður hægt að fylgjast með því að öll fylgi reglunum og því geti stikkprufur gert mikið gagn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra þurfti í gær að hafa uppi á einstaklingum úr 13 manna hópi sem kom hingað til lands í fyrradag. Einstaklingarnir sem um ræðir viðhöfðu ekki heimkomusmitgát og reyndust sjö þeirra smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfesti Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Allur hópurinn kom hingað til lands á fimmtudag í gegn um öruggt land, en höfðu dvalist í óöruggu landi innan við 14 dögum fyrir komuna hingað til lands. Þetta kom í ljós við stikkprufu sem landamæraverðir gerðu þegar fólkið kom hingað til lands. Því fór fólkið í sýnatöku og átti í kjölfarið að viðhafa heimkomusmitgát áður en seinni sýnataka færi fram. Jóhann segir að við handahófskennt eftirlit hafi komið í ljós að ekki hafi öll úr hópnum haldið sig þar sem heimkomusmitgátin átti að fara fram. Þó hafi náðst fljótt í öll sem áttu hlut að máli. Hann segir ekki liggja fyrir hvort ásetningur eða misskilningur olli því að heimkomusmitgát var ekki viðhöfð. Jóhann segir málið þá sýna fram á virkni þess að framkvæma stikkprufur á ferðamönnum sem koma hingað til lands, einkum og sér í lagi í ljósi þeirra reglna sem taka gildi næstkomandi miðvikudag. Þá verður öllum sem koma til landsins að fara í sýnatöku, fjögurra til fimm daga sóttkví og svo aftur í sýnatöku. Ljóst er að ekki verður hægt að fylgjast með því að öll fylgi reglunum og því geti stikkprufur gert mikið gagn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum