Virtu ekki heimkomusmitgát og reyndust smituð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2020 19:07 Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir stikkprufur hafa sannað gildi sitt í málinu. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þurfti í gær að hafa uppi á einstaklingum úr 13 manna hópi sem kom hingað til lands í fyrradag. Einstaklingarnir sem um ræðir viðhöfðu ekki heimkomusmitgát og reyndust sjö þeirra smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfesti Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Allur hópurinn kom hingað til lands á fimmtudag í gegn um öruggt land, en höfðu dvalist í óöruggu landi innan við 14 dögum fyrir komuna hingað til lands. Þetta kom í ljós við stikkprufu sem landamæraverðir gerðu þegar fólkið kom hingað til lands. Því fór fólkið í sýnatöku og átti í kjölfarið að viðhafa heimkomusmitgát áður en seinni sýnataka færi fram. Jóhann segir að við handahófskennt eftirlit hafi komið í ljós að ekki hafi öll úr hópnum haldið sig þar sem heimkomusmitgátin átti að fara fram. Þó hafi náðst fljótt í öll sem áttu hlut að máli. Hann segir ekki liggja fyrir hvort ásetningur eða misskilningur olli því að heimkomusmitgát var ekki viðhöfð. Jóhann segir málið þá sýna fram á virkni þess að framkvæma stikkprufur á ferðamönnum sem koma hingað til lands, einkum og sér í lagi í ljósi þeirra reglna sem taka gildi næstkomandi miðvikudag. Þá verður öllum sem koma til landsins að fara í sýnatöku, fjögurra til fimm daga sóttkví og svo aftur í sýnatöku. Ljóst er að ekki verður hægt að fylgjast með því að öll fylgi reglunum og því geti stikkprufur gert mikið gagn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra þurfti í gær að hafa uppi á einstaklingum úr 13 manna hópi sem kom hingað til lands í fyrradag. Einstaklingarnir sem um ræðir viðhöfðu ekki heimkomusmitgát og reyndust sjö þeirra smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfesti Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Allur hópurinn kom hingað til lands á fimmtudag í gegn um öruggt land, en höfðu dvalist í óöruggu landi innan við 14 dögum fyrir komuna hingað til lands. Þetta kom í ljós við stikkprufu sem landamæraverðir gerðu þegar fólkið kom hingað til lands. Því fór fólkið í sýnatöku og átti í kjölfarið að viðhafa heimkomusmitgát áður en seinni sýnataka færi fram. Jóhann segir að við handahófskennt eftirlit hafi komið í ljós að ekki hafi öll úr hópnum haldið sig þar sem heimkomusmitgátin átti að fara fram. Þó hafi náðst fljótt í öll sem áttu hlut að máli. Hann segir ekki liggja fyrir hvort ásetningur eða misskilningur olli því að heimkomusmitgát var ekki viðhöfð. Jóhann segir málið þá sýna fram á virkni þess að framkvæma stikkprufur á ferðamönnum sem koma hingað til lands, einkum og sér í lagi í ljósi þeirra reglna sem taka gildi næstkomandi miðvikudag. Þá verður öllum sem koma til landsins að fara í sýnatöku, fjögurra til fimm daga sóttkví og svo aftur í sýnatöku. Ljóst er að ekki verður hægt að fylgjast með því að öll fylgi reglunum og því geti stikkprufur gert mikið gagn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira