Upplausn í Miss Global og Guðrúnu sagt að flýja land Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2020 11:48 Guðrún flaug beint til Frankfurt og er á leiðinni heim. Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Það má með sanni segja að keppnin hafi ekki farið vel fram og varð hreinlega allt vitlaust á lokakvöldinu. Svo virðist sem mikið spillingarmál hafi komið upp í tengslum við keppnina og greinir Guðrún frá því á Instagram-stories. „Keppninni var aflýst. Ég útskýri betur þegar ég er komin heim,“ segir Guðrún í sögu sinni á Instagram. Hún segir að keppendum hafi verið ráðlagt að fara rakleiðis af hótelinu og koma sér á flugvöllinn í borginni og þaðan úr landi. Af Instagram-reikningi Guðrúnar. „Ég svara öllum spurningum um leið og ég er komin frá Mexíkó. Við vorum beðnar um að tjá okkur ekki neitt fyrr en við værum komnar í skjól. Frekar dramatískur endir því miður.“ Allt varð í raun vitlaust á sviðinu á lokakvöldinu en þá var búið að tilkynna um þær konur sem væru í efstu tíu sætunum. Allt í einu birtist maður á sviðinu og tilkynnir að búið sé að bæta við einni konu og því væru 11 konur komnar í úrslit. Því næst mætir sami maður á sviðið og tilkynnir að sjö keppendum hafi verið bætt við í úrslit og alls væru komnar 18 konur áfram en til að byrja með tóku 60 konur þátt í Miss Global. Hér að neðan má sjá útskýringar af atburðum gærkvöldsins og þar má sjá Miss Kólumbíu tryllast á sviðinu og saka forsvarsmenn keppninnar um spillingu. Konunni sem var bætt við sem ellefta konan í úrslit er frá Tékklandi og var hún tilkynnt sem sigurvegari síðar um kvöldið. Hér má einnig sjá færslu á Instagram þar sem spilling kemur heldur betur við sögu. Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Það má með sanni segja að keppnin hafi ekki farið vel fram og varð hreinlega allt vitlaust á lokakvöldinu. Svo virðist sem mikið spillingarmál hafi komið upp í tengslum við keppnina og greinir Guðrún frá því á Instagram-stories. „Keppninni var aflýst. Ég útskýri betur þegar ég er komin heim,“ segir Guðrún í sögu sinni á Instagram. Hún segir að keppendum hafi verið ráðlagt að fara rakleiðis af hótelinu og koma sér á flugvöllinn í borginni og þaðan úr landi. Af Instagram-reikningi Guðrúnar. „Ég svara öllum spurningum um leið og ég er komin frá Mexíkó. Við vorum beðnar um að tjá okkur ekki neitt fyrr en við værum komnar í skjól. Frekar dramatískur endir því miður.“ Allt varð í raun vitlaust á sviðinu á lokakvöldinu en þá var búið að tilkynna um þær konur sem væru í efstu tíu sætunum. Allt í einu birtist maður á sviðinu og tilkynnir að búið sé að bæta við einni konu og því væru 11 konur komnar í úrslit. Því næst mætir sami maður á sviðið og tilkynnir að sjö keppendum hafi verið bætt við í úrslit og alls væru komnar 18 konur áfram en til að byrja með tóku 60 konur þátt í Miss Global. Hér að neðan má sjá útskýringar af atburðum gærkvöldsins og þar má sjá Miss Kólumbíu tryllast á sviðinu og saka forsvarsmenn keppninnar um spillingu. Konunni sem var bætt við sem ellefta konan í úrslit er frá Tékklandi og var hún tilkynnt sem sigurvegari síðar um kvöldið. Hér má einnig sjá færslu á Instagram þar sem spilling kemur heldur betur við sögu.
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00