Lífið

Valdimar hefur misst 30 kíló: „Kærasta sem stoppar mig þegar mig langar að panta pizzu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valdimar hefur lengi glímt við matarfíkn.
Valdimar hefur lengi glímt við matarfíkn. vísir/vilhelm

„Núna þarf ég aðeins að monta mig.“

Svona hefst færsla frá tónlistarmanninum Valdimari Guðmundssyni á Twitter en þar greinir hann frá því að hann hafi misst þrjátíu kíló á síðustu mánuðum.

„Ég steig núna á vigt í fyrsta skipti síðan í sumar og sá að ég er búinn að missa 30 kíló. Og í því fólust engar öfgar. Bara aðeins hollara mataræði og kærasta sem stoppar mig þegar mig langar að panta pizzu þegar ég nenni ekki að elda.“

Valdimar var gestur í Einkalífinu á síðasta ári og opnaði hann sig þar um baráttu sína við matarfíkn og yfirþyngd. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.