„Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2020 15:40 Formaður stjórnarskrárfélagsins segir að lýðræðið sé sameign allra landsmanna og þess vegna sé það á ábyrgð hvers og eins að láta það virka sem skyldi. Aðsend Í dag kom Alþingi saman á ný til fundar eftir jólahlé. Af því tilefni býður Stjórnarskrárfélagið og Samtök kvenna um nýja stjórnarsrá til mótmælafundar við Alþingishúsið klukkan fimm síðdegis. Í skugga Samherjamálsins var blásið til nokkurra mótmælafunda fyrir áramót undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði. Þess var - og er enn krafist - að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings. Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins, segir öll velkomin á mótmælafundinn. Lýðræðið sé sameign allra landsmanna og þess vegna sé það á ábyrgð hvers og eins að láta það virka sem skyldi. „Það gleymist svo oft, þegar við tölum um sameign, hvað við virkilega eigum saman. Jú, við eigum heilbrigðiskerfið, vegakerfið og menntakerfið en við eigum líka lýðræðið okkar saman. Það er á ábyrgð okkar allra að láta það virka. Nú höktir það talvert mikið í höndunum á Alþingi og þá verðum við að sýna Alþingi að okkur þyki nógu vænt um þingið og lýðræðið til þess að veita því alvöru aðhald.“ Katrín segir að mótmælendur muni halda áfram þar til stjórnvöld bregðast við ákalli þeirra. „Ég er að minna þau á það að það er sú staðreynd uppi í samfélaginu okkar að við erum með mjög skýrar kröfur frá almenningi um það að við viljum ákveðnar breytingar og það er líka mjög skýrt að það er ekki verið að hlusta. Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa eins og væntanlega er von þeirra sem skella skollaeyrunum við þessu. Við höldum áfram alveg þangað til við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur.“ Alþingi Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Í dag kom Alþingi saman á ný til fundar eftir jólahlé. Af því tilefni býður Stjórnarskrárfélagið og Samtök kvenna um nýja stjórnarsrá til mótmælafundar við Alþingishúsið klukkan fimm síðdegis. Í skugga Samherjamálsins var blásið til nokkurra mótmælafunda fyrir áramót undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði. Þess var - og er enn krafist - að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings. Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins, segir öll velkomin á mótmælafundinn. Lýðræðið sé sameign allra landsmanna og þess vegna sé það á ábyrgð hvers og eins að láta það virka sem skyldi. „Það gleymist svo oft, þegar við tölum um sameign, hvað við virkilega eigum saman. Jú, við eigum heilbrigðiskerfið, vegakerfið og menntakerfið en við eigum líka lýðræðið okkar saman. Það er á ábyrgð okkar allra að láta það virka. Nú höktir það talvert mikið í höndunum á Alþingi og þá verðum við að sýna Alþingi að okkur þyki nógu vænt um þingið og lýðræðið til þess að veita því alvöru aðhald.“ Katrín segir að mótmælendur muni halda áfram þar til stjórnvöld bregðast við ákalli þeirra. „Ég er að minna þau á það að það er sú staðreynd uppi í samfélaginu okkar að við erum með mjög skýrar kröfur frá almenningi um það að við viljum ákveðnar breytingar og það er líka mjög skýrt að það er ekki verið að hlusta. Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa eins og væntanlega er von þeirra sem skella skollaeyrunum við þessu. Við höldum áfram alveg þangað til við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur.“
Alþingi Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira