Innlent

Þingmenn minntust Guðrúnar Ögmundsdóttur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Guðrún Ögmundsdóttir lést á gamlársdag.
Guðrún Ögmundsdóttir lést á gamlársdag.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fór með minningarorð um Guðrúnu Ögmundsdóttur, fyrrverandi alþingismann, við upphaf þingfundar í dag. Guðrún andaðist 31. desember síðastliðinn, 69 ára að aldri.

Steingrímur fór ítarlega yfir feril Guðrúnar í borgarpólitík, á Alþingi og í baráttu hennar fyrir mannréttindum, en Guðrún sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 1999 til 2007 og gegndi hún embætti borgarfulltrúa frá 1992 til 1998. Þar áður hafði hún verið varaborgarfulltrúi.

„Guðrún Ögmundsdóttir var glaðsinna og frjálsleg í fasi en jafnframt baráttukona með ríka réttlætiskennd sem stóð fast á sínu þegar á þurfti að halda. Hún var bæði hispurslaus og hreinskiptin og var vinamörg og vinsæl, jafnt meðal pólitískra samherja sem mótherja. Það var eins og birti yfir umhverfinu þegar djúp en eilítið hrjúf rödd Guðrúnar Ögmundsdóttur hljómaði, jafnvel þótt það væri aðeins gegnum útvarp, svo ekki sé talað um hvað gaman var að hitta hana í eigin persónu,“ sagði Steingrímur, áður en hann lauk minningarorðunum með því að biðja þingheim að rísa á fætur og minnast Guðrúnar.

Hér má nálgast minningarorðin í heild sinni.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.