Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 18:45 Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. Brotaþoli var handtekinn í anddyrinu á veitingastaðnum Irishman Pub við Klapparstíg eftir að hafa átt í orðskiptum við tvo lögreglumenn. Í ákæru segir að annar þeirra, sem er ákærður í málinu, hafi farið offari við handtökuna. „Þarna er um að ræða ósköp venjulegan borgara sem ég hef starfað fyrir um árabil við rekstur sinna fyrirtækja. Hann tekur ákvörðun um að fara eitthvað kvöld út að skemmta sér og það endar á því að hann er handtekinn þarna fyrir utan, að ósekju," segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Lögregluþjónarnir hafa haldið því fram að maðurinn hafi verið dónalegur og vísað í brot gegn valdstjórn. Því hafi maðurinn, sem er 64 ára gamall, verið handtekinn. Í ákæru er rakið að lögreglumaður hafi slegið brotaþola í höfuð þegar hann var settur í lögreglubíl. Hann var sleginn með tveimur höggum í andlit, hné var þrýst að hálsi og höfði og handjárnaðar hendur hans voru ítrekað í þvingaðar sársaukastöðu, þar sem hann lá á gólfi lögreglubifreiðar á leiðinni á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Lögmaður mannsins segir að myndbandsupptökur úr lögreglubíl og í porti lögreglustöðvarinnar beri vitni um að maðurinn hafi ekki barist á móti. „Umbjóðandi minn segir á einum tímapunkti: „Ég er með lítið hjarta" og andvarpar síðan með örmagna hætti. Segir svo „Ég er að deyja." Það verður til þess að lögreglumaðurinn róar sig í nokkrar sekúndur en heldur svo áfram," segir Vilhjálmur. Maðurinn var handtekinn eftir orðskipti við lögreglumenn sem voru staddir við Irishman Pub á Klapparstíg. Í máli Heklu Lindar, sem fjallað var um í Kompás í gær, var talið að viðurkenndum aðferðum hafi verið beitt við handtöku. Þar lágu lögreglumenn með hné að herðablöðum hennar þar sem hún barðist um. Ekki voru til upptökur af handtökunni en lögreglumenn voru látnir sviðsetja hana við rannsókn málsins. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi. Í þessu máli gefur héraðssaksóknari út ákæru eftir að lögreglumennirnir sjálfir tilkynna meint brot mannsins gegn valdstjórn til embættisins. Ekki var gefin út slík ákæra. Eftir að upptökur voru skoðaðar og málið rannsakað var annar lögregluþjónninn hins vegar ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi. Aðalmeðferð verður í næstu viku. „Það er eins og að þeim finnist þetta svo eðlileg vinnubrögð að þeir senda þetta áfram. Og af því hefur maður áhyggjur," segir Vilhjálmur. Dómsmál Kompás Lögreglan Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. Brotaþoli var handtekinn í anddyrinu á veitingastaðnum Irishman Pub við Klapparstíg eftir að hafa átt í orðskiptum við tvo lögreglumenn. Í ákæru segir að annar þeirra, sem er ákærður í málinu, hafi farið offari við handtökuna. „Þarna er um að ræða ósköp venjulegan borgara sem ég hef starfað fyrir um árabil við rekstur sinna fyrirtækja. Hann tekur ákvörðun um að fara eitthvað kvöld út að skemmta sér og það endar á því að hann er handtekinn þarna fyrir utan, að ósekju," segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Lögregluþjónarnir hafa haldið því fram að maðurinn hafi verið dónalegur og vísað í brot gegn valdstjórn. Því hafi maðurinn, sem er 64 ára gamall, verið handtekinn. Í ákæru er rakið að lögreglumaður hafi slegið brotaþola í höfuð þegar hann var settur í lögreglubíl. Hann var sleginn með tveimur höggum í andlit, hné var þrýst að hálsi og höfði og handjárnaðar hendur hans voru ítrekað í þvingaðar sársaukastöðu, þar sem hann lá á gólfi lögreglubifreiðar á leiðinni á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Lögmaður mannsins segir að myndbandsupptökur úr lögreglubíl og í porti lögreglustöðvarinnar beri vitni um að maðurinn hafi ekki barist á móti. „Umbjóðandi minn segir á einum tímapunkti: „Ég er með lítið hjarta" og andvarpar síðan með örmagna hætti. Segir svo „Ég er að deyja." Það verður til þess að lögreglumaðurinn róar sig í nokkrar sekúndur en heldur svo áfram," segir Vilhjálmur. Maðurinn var handtekinn eftir orðskipti við lögreglumenn sem voru staddir við Irishman Pub á Klapparstíg. Í máli Heklu Lindar, sem fjallað var um í Kompás í gær, var talið að viðurkenndum aðferðum hafi verið beitt við handtöku. Þar lágu lögreglumenn með hné að herðablöðum hennar þar sem hún barðist um. Ekki voru til upptökur af handtökunni en lögreglumenn voru látnir sviðsetja hana við rannsókn málsins. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi. Í þessu máli gefur héraðssaksóknari út ákæru eftir að lögreglumennirnir sjálfir tilkynna meint brot mannsins gegn valdstjórn til embættisins. Ekki var gefin út slík ákæra. Eftir að upptökur voru skoðaðar og málið rannsakað var annar lögregluþjónninn hins vegar ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi. Aðalmeðferð verður í næstu viku. „Það er eins og að þeim finnist þetta svo eðlileg vinnubrögð að þeir senda þetta áfram. Og af því hefur maður áhyggjur," segir Vilhjálmur.
Dómsmál Kompás Lögreglan Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira