Ánægð með framlag Íslands í þróunarsamvinnu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. janúar 2020 19:00 Susanna Moorehead, formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Vísir/Baldur Framlag Íslands til þróunaraðstoðar er hnitmiðað og starfið skilvirkt. Þetta segir Susanna Moorehead, formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Moorehead segir framlag Íslands skipta sérstaklega miklu máli í ákveðnum málaflokkum. „Ég myndi helst benda á vinnu ykkar í umhverfis- og loftslagsmálum. Þið eruð leiðandi á sviði jarðvarmavirkjunar og notið þá þekkingu til þess að hjálpa þróunarríkjum. Þið eruð sömuleiðis í efsta sæti þegar kemur að kynjajafnrétti og það spilar hlutverk í stefnumótuninni.“ Hún segir það afar gott að starf Íslands á þessum vettvangi sé hnitmiðað. „Ísland hefur beint sínu takmarkaða fjármagni til ákveðinna ríkja. Ég veit að löndin sem þið vinnið nú með eru Malaví og Úganda. Þið gefið einnig vel til alþjóðakerfisins,“ segir Moorehead. Íslendingar hafi gert vel með að einbeita sér að ákveðnu svæði í Malaví og að vinna náið með yfirvöldum á svæðinu. Þannig sé bæði tryggt að aðstoð á sviði mennta- og vatnsveitumála skili sér og að árangurinn haldist í höndum heimamanna. Fjárframlög Íslands til þróunaraðstoðar séu þó undir viðmiði. Alþingi samþykkti að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun og setja undir utanríkisráðuneytið í desember 2015. Moorehead segir þetta vera þróunina víðar og hafi almennt gefist vel. „Hættan sem felst í þessu er sú að þróunarsamvinnan gæti orðið fyrir of miklum áhrifum af utanríkisstefnunni. Ég tel þó að þeim fari fjölgandi sem átta sig á því að þróunarsamvinna eigi að vera mikilvægur hluti af allri utanríkisstefnu.“ Utanríkismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Framlag Íslands til þróunaraðstoðar er hnitmiðað og starfið skilvirkt. Þetta segir Susanna Moorehead, formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Moorehead segir framlag Íslands skipta sérstaklega miklu máli í ákveðnum málaflokkum. „Ég myndi helst benda á vinnu ykkar í umhverfis- og loftslagsmálum. Þið eruð leiðandi á sviði jarðvarmavirkjunar og notið þá þekkingu til þess að hjálpa þróunarríkjum. Þið eruð sömuleiðis í efsta sæti þegar kemur að kynjajafnrétti og það spilar hlutverk í stefnumótuninni.“ Hún segir það afar gott að starf Íslands á þessum vettvangi sé hnitmiðað. „Ísland hefur beint sínu takmarkaða fjármagni til ákveðinna ríkja. Ég veit að löndin sem þið vinnið nú með eru Malaví og Úganda. Þið gefið einnig vel til alþjóðakerfisins,“ segir Moorehead. Íslendingar hafi gert vel með að einbeita sér að ákveðnu svæði í Malaví og að vinna náið með yfirvöldum á svæðinu. Þannig sé bæði tryggt að aðstoð á sviði mennta- og vatnsveitumála skili sér og að árangurinn haldist í höndum heimamanna. Fjárframlög Íslands til þróunaraðstoðar séu þó undir viðmiði. Alþingi samþykkti að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun og setja undir utanríkisráðuneytið í desember 2015. Moorehead segir þetta vera þróunina víðar og hafi almennt gefist vel. „Hættan sem felst í þessu er sú að þróunarsamvinnan gæti orðið fyrir of miklum áhrifum af utanríkisstefnunni. Ég tel þó að þeim fari fjölgandi sem átta sig á því að þróunarsamvinna eigi að vera mikilvægur hluti af allri utanríkisstefnu.“
Utanríkismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira