Nýtt sníkjudýr greinist í innfluttum hundi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 11:45 Helsta smitleið leishmaníu er með sandflugum en smitið getur einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum við hvolpa og við bit. vísir/getty Nýlega greindist sníkjudýrið Leishmania í fyrsta skipti í hundi hér á landi en hundurinn var fluttur til landsins árið 2018. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Þar segir að helsta smitleið leishmaníu sé með sandflugum en smitið geti einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum við hvolpa og við bit. Smitið berst hins vegar ekki með snertingu. MAST hefur gefið fyrirmæli um pörunarbann og nánari rannsóknir. „Leishmania hefur ekki greinst áður í hundi né öðrum dýrum hér á landi en hefur greinst í fólki sem smitast hefur erlendis. Sníkjudýrið er frumdýr sem berst oftast milli einstaklinga, bæði dýra og manna, með sérstökum tegundum af sandflugum sem lifa ekki hér á landi. Smit getur einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum til hvolpa og dæmi eru um að smit geti borist við bit. Smitið berst ekki milli hunda eða í önnur dýr og fólk við snertingu. Einkenni sjúkdómsins í hundum eru breytileg, allt frá staðbundnum sýkingum í húð yfir í sýkingar í flestum innri líffærum, sem geta valdið dauða. Meðhöndlun er erfið og ólíklegt að með henni náist að ráða niðurlögum sýkingarinnar að fullu en meðhöndlunin getur hægt á sjúkdóminum og haldið niðri einkennum. Matvælastofnun barst tilkynning frá dýralækni um að leishmanssýki hafi greinst í hundi sem fluttur var til landsins frá Spáni árið 2018. Hundurinn hefur verið notaður á nokkrar tíkur við ræktun og undan honum er komið eitt got. Til að hindra smitdreifingu hefur Matvælastofnun gefið fyrirmæli um að hundurinn verði ekki paraður við fleiri tíkur. Jafnframt eru nánari rannsóknir í undirbúningi, m.a. til að kanna hvort tíkurnar hafi smitast. Í samræmi við lög um dýrasjúkdóma hefur Matvælastofnun tilkynnt ráðherra um málið og lagt til að hann gefi út fyrirskipun um aðgerðir, sem miða að því að hindra útbreiðslu og að endingu uppræta sníkjudýrið á Íslandi,“ segir í tilkynningu MAST. Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Nýlega greindist sníkjudýrið Leishmania í fyrsta skipti í hundi hér á landi en hundurinn var fluttur til landsins árið 2018. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Þar segir að helsta smitleið leishmaníu sé með sandflugum en smitið geti einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum við hvolpa og við bit. Smitið berst hins vegar ekki með snertingu. MAST hefur gefið fyrirmæli um pörunarbann og nánari rannsóknir. „Leishmania hefur ekki greinst áður í hundi né öðrum dýrum hér á landi en hefur greinst í fólki sem smitast hefur erlendis. Sníkjudýrið er frumdýr sem berst oftast milli einstaklinga, bæði dýra og manna, með sérstökum tegundum af sandflugum sem lifa ekki hér á landi. Smit getur einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum til hvolpa og dæmi eru um að smit geti borist við bit. Smitið berst ekki milli hunda eða í önnur dýr og fólk við snertingu. Einkenni sjúkdómsins í hundum eru breytileg, allt frá staðbundnum sýkingum í húð yfir í sýkingar í flestum innri líffærum, sem geta valdið dauða. Meðhöndlun er erfið og ólíklegt að með henni náist að ráða niðurlögum sýkingarinnar að fullu en meðhöndlunin getur hægt á sjúkdóminum og haldið niðri einkennum. Matvælastofnun barst tilkynning frá dýralækni um að leishmanssýki hafi greinst í hundi sem fluttur var til landsins frá Spáni árið 2018. Hundurinn hefur verið notaður á nokkrar tíkur við ræktun og undan honum er komið eitt got. Til að hindra smitdreifingu hefur Matvælastofnun gefið fyrirmæli um að hundurinn verði ekki paraður við fleiri tíkur. Jafnframt eru nánari rannsóknir í undirbúningi, m.a. til að kanna hvort tíkurnar hafi smitast. Í samræmi við lög um dýrasjúkdóma hefur Matvælastofnun tilkynnt ráðherra um málið og lagt til að hann gefi út fyrirskipun um aðgerðir, sem miða að því að hindra útbreiðslu og að endingu uppræta sníkjudýrið á Íslandi,“ segir í tilkynningu MAST.
Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira