VG hrynur í Norðvesturkjördæmi Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2020 14:16 Lilja Rafney er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. visir/vilhelm Fylgi Vinstri grænna mælist einungis 4,4 prósent í Norðvesturkjördæmi í nýjustu könnum MMR um fylgi flokkanna. Vikmörk eru 3 prósent en Bæjarins besta greinir frá þessu sérstaklega. Í síðustu Alþingiskosningum hlaut VG 17,8 prósenta fylgi í kjördæminu. Sé litið til landsins alls þá mælist fylgi við VG nú 11 prósent á landsvísu. Könnun MMR fór fram dagana 3. til 13. þessa mánaðar, svarndur alls voru 2000 og rúmlega 200 í umræddu kjördæmi. Oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er Lilja Rafney Magnúsdóttir en hún fellur af þingi fari kosningarnar eins og þessi könnun gefur til kynna að geti orðið. En samkvæmt könnuninni skiptast sjö þingsæti kjördæmisins þannig að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengju 2 þingsæti hver flokkur um sig en Framsókn einn. Miðflokkurinn mælist stærstur í kjördæminu, með 20,7 prósenta fylgi og þá sætir tíðindum að samkvæmt þessari mælingu er Sósíalistaflokkurinn með 7,1 prósenta fylgi og það mesta sem sá flokkur hefur fengið í mælingum, er með meira en í öðrum kjördæmum. Veruleg ánægja er í þeirra röðum með þessa stöðu að sögn Gunnars Smára Egilssonar. Hann setur fyrirvara á mál sitt, segir ekki hægt að hengja allt sitt vit á könnunin en þetta sé þó engin Útvarp Sögu-könnun. „Á mörkum þess að vera leikur og vísindi. En, það má fullyrða að VG sé að tapa big-time, að Miðflokkur, Sjálfstæðis, Samfylkingin og Framsókn séu stærstu flokkarnir, að Sósíalistar stimpli sig inn og að Píratar og Viðreisn séu mjög veik í kjördæminu,“ segir Gunnar Smári. En, hann telur eftir sem áður merkilegt að sjá skiptinguna á fylginu í kjördæminu (Innan sviga er breyting frá kosningum 2017):Miðflokkurinn: 20,7% (+6,5 prósentur)Sjálfstæðisflokkurinn: 19,8% (–4,7 prósentur)Samfylkingin: 15,7% (+6,0 prósentur)Framsókn: 15,6% (–2,8 prósentur)Sósíalistaflokkurinn: 7,1% (+7,1 prósentur)Flokkur fólksins: 6,5% (+1,2 prósentur)Píratar: 6,1% (–0,7 prósentur)VG: 4,4% (–13,4 prósentur)Viðreisn: 3,2% (+0,7 prósentur) „Þessi staða, sem könnunin vísar til, er alvarleg fyrir VG. Í síðustu borgarstjórnarkosningum galt flokkurinn afhroð. Í þeim fékk Sósíalistaflokkurinn mun meira fylgi en VG, og meira fylgi en Framsókn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. VG má illa við því að skreppa saman bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðunum,“ segir Gunnar Smári. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Fylgi Vinstri grænna mælist einungis 4,4 prósent í Norðvesturkjördæmi í nýjustu könnum MMR um fylgi flokkanna. Vikmörk eru 3 prósent en Bæjarins besta greinir frá þessu sérstaklega. Í síðustu Alþingiskosningum hlaut VG 17,8 prósenta fylgi í kjördæminu. Sé litið til landsins alls þá mælist fylgi við VG nú 11 prósent á landsvísu. Könnun MMR fór fram dagana 3. til 13. þessa mánaðar, svarndur alls voru 2000 og rúmlega 200 í umræddu kjördæmi. Oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er Lilja Rafney Magnúsdóttir en hún fellur af þingi fari kosningarnar eins og þessi könnun gefur til kynna að geti orðið. En samkvæmt könnuninni skiptast sjö þingsæti kjördæmisins þannig að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengju 2 þingsæti hver flokkur um sig en Framsókn einn. Miðflokkurinn mælist stærstur í kjördæminu, með 20,7 prósenta fylgi og þá sætir tíðindum að samkvæmt þessari mælingu er Sósíalistaflokkurinn með 7,1 prósenta fylgi og það mesta sem sá flokkur hefur fengið í mælingum, er með meira en í öðrum kjördæmum. Veruleg ánægja er í þeirra röðum með þessa stöðu að sögn Gunnars Smára Egilssonar. Hann setur fyrirvara á mál sitt, segir ekki hægt að hengja allt sitt vit á könnunin en þetta sé þó engin Útvarp Sögu-könnun. „Á mörkum þess að vera leikur og vísindi. En, það má fullyrða að VG sé að tapa big-time, að Miðflokkur, Sjálfstæðis, Samfylkingin og Framsókn séu stærstu flokkarnir, að Sósíalistar stimpli sig inn og að Píratar og Viðreisn séu mjög veik í kjördæminu,“ segir Gunnar Smári. En, hann telur eftir sem áður merkilegt að sjá skiptinguna á fylginu í kjördæminu (Innan sviga er breyting frá kosningum 2017):Miðflokkurinn: 20,7% (+6,5 prósentur)Sjálfstæðisflokkurinn: 19,8% (–4,7 prósentur)Samfylkingin: 15,7% (+6,0 prósentur)Framsókn: 15,6% (–2,8 prósentur)Sósíalistaflokkurinn: 7,1% (+7,1 prósentur)Flokkur fólksins: 6,5% (+1,2 prósentur)Píratar: 6,1% (–0,7 prósentur)VG: 4,4% (–13,4 prósentur)Viðreisn: 3,2% (+0,7 prósentur) „Þessi staða, sem könnunin vísar til, er alvarleg fyrir VG. Í síðustu borgarstjórnarkosningum galt flokkurinn afhroð. Í þeim fékk Sósíalistaflokkurinn mun meira fylgi en VG, og meira fylgi en Framsókn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. VG má illa við því að skreppa saman bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðunum,“ segir Gunnar Smári.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira