VG hrynur í Norðvesturkjördæmi Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2020 14:16 Lilja Rafney er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. visir/vilhelm Fylgi Vinstri grænna mælist einungis 4,4 prósent í Norðvesturkjördæmi í nýjustu könnum MMR um fylgi flokkanna. Vikmörk eru 3 prósent en Bæjarins besta greinir frá þessu sérstaklega. Í síðustu Alþingiskosningum hlaut VG 17,8 prósenta fylgi í kjördæminu. Sé litið til landsins alls þá mælist fylgi við VG nú 11 prósent á landsvísu. Könnun MMR fór fram dagana 3. til 13. þessa mánaðar, svarndur alls voru 2000 og rúmlega 200 í umræddu kjördæmi. Oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er Lilja Rafney Magnúsdóttir en hún fellur af þingi fari kosningarnar eins og þessi könnun gefur til kynna að geti orðið. En samkvæmt könnuninni skiptast sjö þingsæti kjördæmisins þannig að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengju 2 þingsæti hver flokkur um sig en Framsókn einn. Miðflokkurinn mælist stærstur í kjördæminu, með 20,7 prósenta fylgi og þá sætir tíðindum að samkvæmt þessari mælingu er Sósíalistaflokkurinn með 7,1 prósenta fylgi og það mesta sem sá flokkur hefur fengið í mælingum, er með meira en í öðrum kjördæmum. Veruleg ánægja er í þeirra röðum með þessa stöðu að sögn Gunnars Smára Egilssonar. Hann setur fyrirvara á mál sitt, segir ekki hægt að hengja allt sitt vit á könnunin en þetta sé þó engin Útvarp Sögu-könnun. „Á mörkum þess að vera leikur og vísindi. En, það má fullyrða að VG sé að tapa big-time, að Miðflokkur, Sjálfstæðis, Samfylkingin og Framsókn séu stærstu flokkarnir, að Sósíalistar stimpli sig inn og að Píratar og Viðreisn séu mjög veik í kjördæminu,“ segir Gunnar Smári. En, hann telur eftir sem áður merkilegt að sjá skiptinguna á fylginu í kjördæminu (Innan sviga er breyting frá kosningum 2017):Miðflokkurinn: 20,7% (+6,5 prósentur)Sjálfstæðisflokkurinn: 19,8% (–4,7 prósentur)Samfylkingin: 15,7% (+6,0 prósentur)Framsókn: 15,6% (–2,8 prósentur)Sósíalistaflokkurinn: 7,1% (+7,1 prósentur)Flokkur fólksins: 6,5% (+1,2 prósentur)Píratar: 6,1% (–0,7 prósentur)VG: 4,4% (–13,4 prósentur)Viðreisn: 3,2% (+0,7 prósentur) „Þessi staða, sem könnunin vísar til, er alvarleg fyrir VG. Í síðustu borgarstjórnarkosningum galt flokkurinn afhroð. Í þeim fékk Sósíalistaflokkurinn mun meira fylgi en VG, og meira fylgi en Framsókn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. VG má illa við því að skreppa saman bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðunum,“ segir Gunnar Smári. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Fylgi Vinstri grænna mælist einungis 4,4 prósent í Norðvesturkjördæmi í nýjustu könnum MMR um fylgi flokkanna. Vikmörk eru 3 prósent en Bæjarins besta greinir frá þessu sérstaklega. Í síðustu Alþingiskosningum hlaut VG 17,8 prósenta fylgi í kjördæminu. Sé litið til landsins alls þá mælist fylgi við VG nú 11 prósent á landsvísu. Könnun MMR fór fram dagana 3. til 13. þessa mánaðar, svarndur alls voru 2000 og rúmlega 200 í umræddu kjördæmi. Oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er Lilja Rafney Magnúsdóttir en hún fellur af þingi fari kosningarnar eins og þessi könnun gefur til kynna að geti orðið. En samkvæmt könnuninni skiptast sjö þingsæti kjördæmisins þannig að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengju 2 þingsæti hver flokkur um sig en Framsókn einn. Miðflokkurinn mælist stærstur í kjördæminu, með 20,7 prósenta fylgi og þá sætir tíðindum að samkvæmt þessari mælingu er Sósíalistaflokkurinn með 7,1 prósenta fylgi og það mesta sem sá flokkur hefur fengið í mælingum, er með meira en í öðrum kjördæmum. Veruleg ánægja er í þeirra röðum með þessa stöðu að sögn Gunnars Smára Egilssonar. Hann setur fyrirvara á mál sitt, segir ekki hægt að hengja allt sitt vit á könnunin en þetta sé þó engin Útvarp Sögu-könnun. „Á mörkum þess að vera leikur og vísindi. En, það má fullyrða að VG sé að tapa big-time, að Miðflokkur, Sjálfstæðis, Samfylkingin og Framsókn séu stærstu flokkarnir, að Sósíalistar stimpli sig inn og að Píratar og Viðreisn séu mjög veik í kjördæminu,“ segir Gunnar Smári. En, hann telur eftir sem áður merkilegt að sjá skiptinguna á fylginu í kjördæminu (Innan sviga er breyting frá kosningum 2017):Miðflokkurinn: 20,7% (+6,5 prósentur)Sjálfstæðisflokkurinn: 19,8% (–4,7 prósentur)Samfylkingin: 15,7% (+6,0 prósentur)Framsókn: 15,6% (–2,8 prósentur)Sósíalistaflokkurinn: 7,1% (+7,1 prósentur)Flokkur fólksins: 6,5% (+1,2 prósentur)Píratar: 6,1% (–0,7 prósentur)VG: 4,4% (–13,4 prósentur)Viðreisn: 3,2% (+0,7 prósentur) „Þessi staða, sem könnunin vísar til, er alvarleg fyrir VG. Í síðustu borgarstjórnarkosningum galt flokkurinn afhroð. Í þeim fékk Sósíalistaflokkurinn mun meira fylgi en VG, og meira fylgi en Framsókn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. VG má illa við því að skreppa saman bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðunum,“ segir Gunnar Smári.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira