Fyrsta lagi svör eftir fund á fimmtudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2020 16:30 Framkvæmdir við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi hafa dregið dilk á eftir sér. Vísir/vilhelm Stjórnarmenn Sorpu taka undir tillögur innri endurskoðunar um að rétt sé að lengja skipunartíma þeirra til að byggja upp meiri reynslu meðal stjórnarmanna. Þeir hyggjast þó ekki tjá sig formlega um 1400 milljón króna framúrkeyrsluna fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag í næstu viku. Framúrkeyrsla Sorpu er tilkomin vegna aukins kostnaðar við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, alls 637 milljónir króna, og hins vegar vegna kaupa á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi, kostnaður sem nemur 719 milljónum króna. Ráðist var í úttekt á framúrkeyrslunni og skilaði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skýrslu sinni í desember.Sorpa er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa þegar greitt tvenn stofnframlög til Sorpu vegna framkvæmdanna í Álfsnesi; 350 milljónir króna í nóvember 2018 og 200 milljónir í júlí í fyrra. Þá skiptist reikningurinn hlutfallslega eftir íbúafjölda. Sé sama aðferðafræði notuð til að standa straum af kostnaði við framúrkeyrsluna myndi Reykjavík greiða næstum 800 milljónir, Kópavogur 220 milljónir og Hafnarfjörður rúmar 180. Framkvæmdirnar og framúrkeyrslan verða að stærstum hluta fjármagnaðar með lántöku, yfirdrætti og stofnfénu frá sveitarfélögunum, auk þess sem rekstur Sorpu á að standa undir hluta kostnaðarins. Tjá sig í næstu viku Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, var í gær vikið úr starfi á meðan framúrkeyrslan er til skoðunar. Stjórn Sorpu sendi honum bréf þann 6. janúar síðastliðinn og hefur hann andmælarétt út þessa viku, til að svara þeim ásökunum sem á hann eru bornar í bréfinu. Stjórnarfólk Sorpu hyggst ekki tjá sig efnislega um niðurstöður úttektarinnar né bréfsins fyrr en að andmæli framkvæmdastjórans hafa verið yfirfarinn. Gert er ráð fyrir þeirri vinnu verði lokið strax í næstu viku og þá muni búast við viðbrögðum stjórnar. Björn sendi þó frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann segir skýrslu innri endurskoðunar „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda. Meðal úrbótatillagna innri endurskoðunar er að kjörtímabil stjórnar Sorpu verði hið sama og kjörtímabil sveitarstjórna, eða fjögur ár, en í dag eru stjórnarmenn skipaðir til tveggja ára. Af samtölum fréttastofu við stjórnarmenn og sveitarstjórnarfólk á höfuðborgarsvæðinu að dæma virðist vera stuðningur við þessa tillögu. Endalausar rótteringar í stjórn Sorpu séu til þess eins fallnar að minnka reynslu stjórnarfólks og draga þannig úr eftirlitsgetu þeirra, eins og hafi sýnt sig í tilfelli þessarar framúrkeyrslu. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Stjórnarmenn Sorpu taka undir tillögur innri endurskoðunar um að rétt sé að lengja skipunartíma þeirra til að byggja upp meiri reynslu meðal stjórnarmanna. Þeir hyggjast þó ekki tjá sig formlega um 1400 milljón króna framúrkeyrsluna fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag í næstu viku. Framúrkeyrsla Sorpu er tilkomin vegna aukins kostnaðar við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, alls 637 milljónir króna, og hins vegar vegna kaupa á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi, kostnaður sem nemur 719 milljónum króna. Ráðist var í úttekt á framúrkeyrslunni og skilaði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skýrslu sinni í desember.Sorpa er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa þegar greitt tvenn stofnframlög til Sorpu vegna framkvæmdanna í Álfsnesi; 350 milljónir króna í nóvember 2018 og 200 milljónir í júlí í fyrra. Þá skiptist reikningurinn hlutfallslega eftir íbúafjölda. Sé sama aðferðafræði notuð til að standa straum af kostnaði við framúrkeyrsluna myndi Reykjavík greiða næstum 800 milljónir, Kópavogur 220 milljónir og Hafnarfjörður rúmar 180. Framkvæmdirnar og framúrkeyrslan verða að stærstum hluta fjármagnaðar með lántöku, yfirdrætti og stofnfénu frá sveitarfélögunum, auk þess sem rekstur Sorpu á að standa undir hluta kostnaðarins. Tjá sig í næstu viku Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, var í gær vikið úr starfi á meðan framúrkeyrslan er til skoðunar. Stjórn Sorpu sendi honum bréf þann 6. janúar síðastliðinn og hefur hann andmælarétt út þessa viku, til að svara þeim ásökunum sem á hann eru bornar í bréfinu. Stjórnarfólk Sorpu hyggst ekki tjá sig efnislega um niðurstöður úttektarinnar né bréfsins fyrr en að andmæli framkvæmdastjórans hafa verið yfirfarinn. Gert er ráð fyrir þeirri vinnu verði lokið strax í næstu viku og þá muni búast við viðbrögðum stjórnar. Björn sendi þó frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann segir skýrslu innri endurskoðunar „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda. Meðal úrbótatillagna innri endurskoðunar er að kjörtímabil stjórnar Sorpu verði hið sama og kjörtímabil sveitarstjórna, eða fjögur ár, en í dag eru stjórnarmenn skipaðir til tveggja ára. Af samtölum fréttastofu við stjórnarmenn og sveitarstjórnarfólk á höfuðborgarsvæðinu að dæma virðist vera stuðningur við þessa tillögu. Endalausar rótteringar í stjórn Sorpu séu til þess eins fallnar að minnka reynslu stjórnarfólks og draga þannig úr eftirlitsgetu þeirra, eins og hafi sýnt sig í tilfelli þessarar framúrkeyrslu. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24