Jesus skoraði tvö og fiskaði víti þegar bikarmeistararnir flugu áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jesus skoraði tvívegis gegn Fulham.
Jesus skoraði tvívegis gegn Fulham. vísir/getty

Bikarmeistarar Manchester City eru komnir í 5. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 4-0 sigur á B-deildarliði Fulham á Etihad í dag.

Strax á 6. mínútu slapp Gabriel Jesus í gegnum vörn Fulham. Tim Ream, fyrirliði gestanna, togaði hann niður, Kevin Friend dæmdi vítaspyrnu og rak Ream af velli. Ilkay Gündogan skoraði úr vítinu.

Á 19. mínútu skoraði Bernando Silva annað mark City og eftirleikurinn var auðveldur.

Jesus bætti tveimur skallamörkum við í seinni hálfleik og lokatölur 4-0, City í vil.

City verður því í pottinum þegar dregið verður í 5. umferðina annað kvöld.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.