Telur umfjöllun undir stjórn umdeilds ritstjóra „kúnstuga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 15:15 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir umfjöllun Eyjafrétta um bæjarstjórnarfund í Vestmannaeyjum, sem birt var í gær, kúnstuga. Hún vekur athygli á því að fyrirspurnum oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem einnig er eiginkona ritstjóra blaðsins, hafi verið gert afar hátt undir höfði en lítið fjallað um aðkomu hennar og meirihlutans að fundinum. Sindri Ólafsson tók við starfi ritstjóra Eyjafrétta í september síðastliðnum. Ítarlega var fjallað um ráðninguna á Vísi á sínum tíma en hún þótti nokkuð umdeild í ljósi þess að Sindri er eiginmaður Hildar Sólveigar Sigurðardóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Sjá einnig: Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Reynsluleysi Sindra, sem ekki hafði starfað áður í fjölmiðlum, ýtti jafnframt undir bollaleggingar um það hvort ráðning hans væri til marks um undirliggjandi valdabaráttu. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum nötraði allt í Eyjum, Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Elliða Vignissonar bæjarstjóra klofnaði og laut þá í gras í kosningum. Klofningsframboðið Fyrir Heimaey, sem Íris leiddi, myndaði í kjölfarið meirihluta með E-lista. Sindri Ólafsson var ráðinn ritstjóri Eyjafrétta í fyrra. Íris gerir sér mat úr nýjustu umfjöllun Eyjafrétta af bæjarstjórnarfundi á Facebook-síðu sinni í gær. Í færslunni kveður við nokkuð gamansaman tón en Íris ýjar þó að því að það skjóti skökku við hversu sjaldan hafi verið haft samband við hana í ritstjórnartíð Sindra. „Líklega er það einhverskonar met hjá ritstjóra á fréttamiðli um bæjarmál að komast í gegnum tæpa 150 daga án þess að spyrja viðkomandi bæjarstjóra um álit á einu eða neinu í eitt einast skipti! En nýja ritstjóranum hjá Eyjafréttum hefur tekist einmitt það,“ skrifar Íris. Með færslu sinni deilir hún frétt Tíguls, annars bæjarblaðs í Vestmannaeyjum, af fundinum. Þegar umfjallanir miðlanna, Tíguls og Eyjafrétta, eru bornar saman sést að þær eru um margt ólíkar. Þannig er til að mynda minnst töluvert meira á aðkomu Sjálfstæðisflokksins á fundinum í frétt Eyjafrétta en í frétt Tíguls. „Enn merkilegra er að skv. langri samantekt Eyjafrétta í dag um fjögurra klukkutíma bæjarstjórnarfund í gærkvöldi virðist eiginlega ekkert hafa gerst á þeim fundi annað en að eiginkona ritstjórans hafi mótmælt einhverju og aðrir fulltrúar D-listans tekið undir þau mótmæli. Ef ég vissi ekki betur hefði ég dregið þá ályktun af frásögn Eyjafrétta að ég hefði alls ekki verið á þeim fundi sem þar var sagt frá! Þess vegna læt ég fylgja hér frásögn Tíguls af fundinum. Annars góð.“ Þá lætur Íris fylgja myllumerkið #hlutlausiritstjórinn, sem ætla má að eigi að vera þrungið nokkurri kaldhæðni. Íris segir í samtali við Vísi að hún vilji ekki bæta neinu við það sem kemur fram í færslunni um málið, utan þess að henni hafi þótt frétt Eyjafrétta um bæjarstjórnarfundinum „kúnstug“. Þá vill hún ekki tjá sig um það hvort henni hafi almennt þótt umfjöllun Eyjafrétta um bæjarmálin hlutdræg síðan Sindri tók við ritstjórastarfinu. Sindri vildi ekki heldur tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Hann sagði í samtali við Vísi í september, þegar ráðning hans var til umfjöllunar, að blaðið undir hans stjórn yrði eftir sem áður hugsað sem blað allra Eyjamanna. Þá teldi hann sig fullfæran um að fjalla af hlutlægni um mál. „Ég hef skoðanir eins og margir aðrir en það er ekki mitt hlutverk að láta þær í ljós í blaðinu sjálfu frekar en aðrir ættu að gera,“ sagði Sindri í samtali við Vísi í september. Bæjarstjórn Vestmannaeyja.vísir/gvendur Bæjarfulltrúi furðar sig á færslu bæjarstjórans Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, kveðst mjög hugsi yfir „þessari óvæntu færslu hjá bæjarstjóranum“ í athugasemd sem hann ritar við færslu Írisar. Þar bendir hann á að Eyjafréttir fjalli um sex mál af fundinum, þar sem í eitt skipti sé því m.a. lýst sem fram kom í máli Írisar. Í frétt Tíguls séu tekin fyrir fjögur mál og miðað við þá umfjöllun megi til að mynda áætla að Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans, hafi ekki verið viðstaddur fundinn – þó að sú hafi verið raunin. „Fjölmiðlar sjá hlutina sem betur fer oft öðruvísi en við stjórnmálamennirnir, ég hef oft verið hissa á hinum og þessum umfjöllunum um bæjarstjórnarfundi en hef talið það vera eðlilegt og hluti af fjölbreytileikanum að menn sjá hlutina með mismunandi augum,“ skrifar Trausti. Hann vísar einnig í nýlegt viðtal Eyjafrétta við Írisi, þar sem þó var einnig rætt við hina oddvitana, og kveðst hafa hoggið eftir því að oddvitar Sjálfstæðisflokks og E-lista skyldu hafa fengið þar „mun minna pláss“ en Íris. „Ég var ekki sáttur við það, en þótti það samt ásættanlegt þar sem að bæjarstjórinn er embættismaður allra bæjarbúa og er rödd okkar útávið.“ Fjölmiðlar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Sindri Ólafsson er nýjasti ritstjóri Íslands og umdeildur áður en hann byrjar. 2. september 2019 09:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir umfjöllun Eyjafrétta um bæjarstjórnarfund í Vestmannaeyjum, sem birt var í gær, kúnstuga. Hún vekur athygli á því að fyrirspurnum oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem einnig er eiginkona ritstjóra blaðsins, hafi verið gert afar hátt undir höfði en lítið fjallað um aðkomu hennar og meirihlutans að fundinum. Sindri Ólafsson tók við starfi ritstjóra Eyjafrétta í september síðastliðnum. Ítarlega var fjallað um ráðninguna á Vísi á sínum tíma en hún þótti nokkuð umdeild í ljósi þess að Sindri er eiginmaður Hildar Sólveigar Sigurðardóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Sjá einnig: Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Reynsluleysi Sindra, sem ekki hafði starfað áður í fjölmiðlum, ýtti jafnframt undir bollaleggingar um það hvort ráðning hans væri til marks um undirliggjandi valdabaráttu. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum nötraði allt í Eyjum, Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Elliða Vignissonar bæjarstjóra klofnaði og laut þá í gras í kosningum. Klofningsframboðið Fyrir Heimaey, sem Íris leiddi, myndaði í kjölfarið meirihluta með E-lista. Sindri Ólafsson var ráðinn ritstjóri Eyjafrétta í fyrra. Íris gerir sér mat úr nýjustu umfjöllun Eyjafrétta af bæjarstjórnarfundi á Facebook-síðu sinni í gær. Í færslunni kveður við nokkuð gamansaman tón en Íris ýjar þó að því að það skjóti skökku við hversu sjaldan hafi verið haft samband við hana í ritstjórnartíð Sindra. „Líklega er það einhverskonar met hjá ritstjóra á fréttamiðli um bæjarmál að komast í gegnum tæpa 150 daga án þess að spyrja viðkomandi bæjarstjóra um álit á einu eða neinu í eitt einast skipti! En nýja ritstjóranum hjá Eyjafréttum hefur tekist einmitt það,“ skrifar Íris. Með færslu sinni deilir hún frétt Tíguls, annars bæjarblaðs í Vestmannaeyjum, af fundinum. Þegar umfjallanir miðlanna, Tíguls og Eyjafrétta, eru bornar saman sést að þær eru um margt ólíkar. Þannig er til að mynda minnst töluvert meira á aðkomu Sjálfstæðisflokksins á fundinum í frétt Eyjafrétta en í frétt Tíguls. „Enn merkilegra er að skv. langri samantekt Eyjafrétta í dag um fjögurra klukkutíma bæjarstjórnarfund í gærkvöldi virðist eiginlega ekkert hafa gerst á þeim fundi annað en að eiginkona ritstjórans hafi mótmælt einhverju og aðrir fulltrúar D-listans tekið undir þau mótmæli. Ef ég vissi ekki betur hefði ég dregið þá ályktun af frásögn Eyjafrétta að ég hefði alls ekki verið á þeim fundi sem þar var sagt frá! Þess vegna læt ég fylgja hér frásögn Tíguls af fundinum. Annars góð.“ Þá lætur Íris fylgja myllumerkið #hlutlausiritstjórinn, sem ætla má að eigi að vera þrungið nokkurri kaldhæðni. Íris segir í samtali við Vísi að hún vilji ekki bæta neinu við það sem kemur fram í færslunni um málið, utan þess að henni hafi þótt frétt Eyjafrétta um bæjarstjórnarfundinum „kúnstug“. Þá vill hún ekki tjá sig um það hvort henni hafi almennt þótt umfjöllun Eyjafrétta um bæjarmálin hlutdræg síðan Sindri tók við ritstjórastarfinu. Sindri vildi ekki heldur tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Hann sagði í samtali við Vísi í september, þegar ráðning hans var til umfjöllunar, að blaðið undir hans stjórn yrði eftir sem áður hugsað sem blað allra Eyjamanna. Þá teldi hann sig fullfæran um að fjalla af hlutlægni um mál. „Ég hef skoðanir eins og margir aðrir en það er ekki mitt hlutverk að láta þær í ljós í blaðinu sjálfu frekar en aðrir ættu að gera,“ sagði Sindri í samtali við Vísi í september. Bæjarstjórn Vestmannaeyja.vísir/gvendur Bæjarfulltrúi furðar sig á færslu bæjarstjórans Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, kveðst mjög hugsi yfir „þessari óvæntu færslu hjá bæjarstjóranum“ í athugasemd sem hann ritar við færslu Írisar. Þar bendir hann á að Eyjafréttir fjalli um sex mál af fundinum, þar sem í eitt skipti sé því m.a. lýst sem fram kom í máli Írisar. Í frétt Tíguls séu tekin fyrir fjögur mál og miðað við þá umfjöllun megi til að mynda áætla að Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans, hafi ekki verið viðstaddur fundinn – þó að sú hafi verið raunin. „Fjölmiðlar sjá hlutina sem betur fer oft öðruvísi en við stjórnmálamennirnir, ég hef oft verið hissa á hinum og þessum umfjöllunum um bæjarstjórnarfundi en hef talið það vera eðlilegt og hluti af fjölbreytileikanum að menn sjá hlutina með mismunandi augum,“ skrifar Trausti. Hann vísar einnig í nýlegt viðtal Eyjafrétta við Írisi, þar sem þó var einnig rætt við hina oddvitana, og kveðst hafa hoggið eftir því að oddvitar Sjálfstæðisflokks og E-lista skyldu hafa fengið þar „mun minna pláss“ en Íris. „Ég var ekki sáttur við það, en þótti það samt ásættanlegt þar sem að bæjarstjórinn er embættismaður allra bæjarbúa og er rödd okkar útávið.“
Fjölmiðlar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Sindri Ólafsson er nýjasti ritstjóri Íslands og umdeildur áður en hann byrjar. 2. september 2019 09:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Sindri Ólafsson er nýjasti ritstjóri Íslands og umdeildur áður en hann byrjar. 2. september 2019 09:00